fbpx
Mánudagur 15.september 2025
433Sport

Þúsundir söfnuðust saman og hundsuðu sóttvarnaraðgerðir fyrir mikilvægasta grannaslaginn í mörg ár

Aron Guðmundsson
Sunnudaginn 21. febrúar 2021 16:24

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

AC Milan tók á móti Inter Milan í Derby della Madonnina grannaslagnum í ítölsku úrvalsdeildinni í dag. Leikurinn endaði með 3-0 sigri Inter sem er á toppi deildarinnar.

Eftirvæntingin fyrir leiknum var mikil.  AC Milan og Inter Milan hefur gengið vel á leiktíðinni og skipuðu 1. og 2. sæti deildarinnar fyrir leikinn. Liðin eiga sér bæði farsæla sögu og hafa oftar en ekki skipað efstu sæti deildarinnar þó það hafi ekki verið raunin undanfarin ár.

Sökum Covid-19 heimsfaraldursins gátu stuðningsmenn liðanna ekki mætt á leikinn en það hins vegar stöðvaði þá ekki í því að fjölmenna fyrir utan leikvanginn San Siro á meðan leiknum stóð.

Þúsundir manna mættu fyrir utan leikvanginn og studdu sín lið áfram, veifuðu fánum, kveiktu á blysum og sungu stuðningssöngva.

GettyImages
GettyImages
GettyImages
GettyImages

Fyrsta mark leiksins kom á 5. mínútu, það skoraði Lautaro Martínez eftir undirbúning frá Romelu Lukaku.

Martinez var svo aftur á ferðinni á 57. mínútu er hann tvöfaldaði forystu Inter með marki eftir stoðsendingu frá Ivan Perisic.

Það var síðan Romelu Lukaku sem innsiglaði 3-0 sigur Inter með marki á 66. mínútu eftir stoðsendingu frá Ivan Perisic.

Inter er eftir leikinn í 1. sæti deildarinnar með 53 stig, fjórum stigum meira en AC Milan sem situr í 2. sæti deildarinnar með 49 stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Óvænt nafn í hóp hjá City um helgina – Ekki spilað fyrir félagið í tæp tvö ár

Óvænt nafn í hóp hjá City um helgina – Ekki spilað fyrir félagið í tæp tvö ár
433Sport
Fyrir 2 dögum

Chelsea kaupir öflugan framherja frá Hollandi – Spilar fyrir félag sem er með sömu eigendur

Chelsea kaupir öflugan framherja frá Hollandi – Spilar fyrir félag sem er með sömu eigendur
433Sport
Fyrir 2 dögum

Slot passaði þegar hann var spurður út í Guehi – Hefur átt í litlum samskiptum við Isak

Slot passaði þegar hann var spurður út í Guehi – Hefur átt í litlum samskiptum við Isak
433Sport
Fyrir 2 dögum

Rosaleg eyðsla Liverpool en þeir borguðu bara smotterí af kaupverðinu á Wirtz og Isak í sumar

Rosaleg eyðsla Liverpool en þeir borguðu bara smotterí af kaupverðinu á Wirtz og Isak í sumar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Tók sér margra vikna frí eftir fegrunaraðgerð – „Við stunduðum kynlíf í sundlaug í margar klukkustundir“

Tók sér margra vikna frí eftir fegrunaraðgerð – „Við stunduðum kynlíf í sundlaug í margar klukkustundir“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni með Guðjóni Pétri – Stórar hindranir en stórkostlegur ferill

Nýr þáttur af Íþróttavikunni með Guðjóni Pétri – Stórar hindranir en stórkostlegur ferill