fbpx
Föstudagur 12.september 2025
433Sport

Vill sjá Vardy í landsliðshóp Englands fyrir Evrópumótið

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 16. febrúar 2021 19:00

Jamie Vardy. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gary Lineker, fyrrverandi landsliðsmaður Englands í knattspyrnu vill að Jamie Vardy verði valinn í landsliðshóp Englands fyrir Evrópumótið sem fer fram í sumar.

Vardy, sem er 34 ára gamall, hefur skorað 12 mörk í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni og var meðal annars á skotskónum gegn Englandsmeisturum Liverpool um síðustu helgi.

Vardy lagði landsliðsskóna á hilluna árið 2018 eftir að hafa spilað 26 leiki fyrir enska landsliðið og skorað sjö mörk. Lineker vill hins vegar að Gareth Southgate reyni að fá hann aftur í enska landsliðið.

„Jamie Vardy færir þér eitthvað öðruvísi í leik liðsins vegna þess hversu góður hann er í að komast inn fyrir vörn andstæðingsins,“ sagði Lineker á Talksport.

Hann er hins vegar meðvitaður um að enska landsliðið hefur yfir mörgum góðum framherjum að velja um þessar mundir. Harry Kane, leikmaður Tottenham, Dominic Calvert Lewin, leikmaður Everton og Danny Ings, leikmaður Southampton hafa allir verið á flugi með sínum liðum á leiktíðinni.

„Þetta er í fyrsta skipti i nokkra áratugi sem við þurfum að skilja framúrskarandi leikmann eftir heima fyrir mótið og þetta mun reynast erfitt val fyrir Southgate,“ sagði Gary Lineker, fyrrum framherji enska landsliðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hægt að tryggja sér miða núna á eftirsóknarverða leiki Strákanna okkar

Hægt að tryggja sér miða núna á eftirsóknarverða leiki Strákanna okkar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

United staðfestir brottförina

United staðfestir brottförina
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Skagamenn á lífi eftir að hafa skellt Íslandsmeisturunum

Skagamenn á lífi eftir að hafa skellt Íslandsmeisturunum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Víðir spyr hversu langt þetta eigi að ganga – „Viljum við það?“

Víðir spyr hversu langt þetta eigi að ganga – „Viljum við það?“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Lögreglan í London á nálum fyrir helginni – Fjöldi fótboltaleikja og tvö stór mótmæli

Lögreglan í London á nálum fyrir helginni – Fjöldi fótboltaleikja og tvö stór mótmæli
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hafnar því að hafa brotið kynferðislega gegn barni

Hafnar því að hafa brotið kynferðislega gegn barni