fbpx
Föstudagur 12.september 2025
433Sport

Enski boltinn: West Bromwich Albion og Manchester United skildu jöfn

Alexander Máni Curtis
Sunnudaginn 14. febrúar 2021 15:55

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

West Bromwich Albion tók á móti Manchester United á The Hawthornes í ensku úrvalsdeildinni í dag en leikurinn kláraðist rétt í þessu.

Mbaye Diagne kom West Brom yfir eftir 90 sekúndna leik og stefndi allt í að West Brom færi með forystu inn í seinni hálfleik en Bruno Fernandes hafði annað í huga þegar að hann skoraði glæsilegt mark af stuttu færi á 44. mínútu og staðan 1-1 í hálfleik.

Bæði lið fengu tækifæri til þess að tryggja sér öll þrjú stigin en en svo varð ekki og lokatölur 1-1, West Bromwich Albion situr í 19. sæti deildarinnar 12 stigum frá öruggu sæti á meðan Manchester United endurheimti annað sætið, jafnir stigum Leicester en Manchester City getur nú tryggt sér 10 stiga forskot á toppnum vinni þeir leikinn sem þeir eiga til góða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni með Guðjóni Pétri – Stórar hindranir en stórkostlegur ferill

Nýr þáttur af Íþróttavikunni með Guðjóni Pétri – Stórar hindranir en stórkostlegur ferill
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Aldís velur hóp fyrir mót í Portúgal

Aldís velur hóp fyrir mót í Portúgal
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Skagamenn á lífi eftir að hafa skellt Íslandsmeisturunum

Skagamenn á lífi eftir að hafa skellt Íslandsmeisturunum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Víðir spyr hversu langt þetta eigi að ganga – „Viljum við það?“

Víðir spyr hversu langt þetta eigi að ganga – „Viljum við það?“