fbpx
Miðvikudagur 31.desember 2025
433Sport

Enn á ný þarf Klopp að setjast við teikniborðið – Fabinho ekki með um helgina

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 12. febrúar 2021 13:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur mikið verið um meiðsli hjá leikmönnum Liverpool og það ætlar að halda áfram, Jurgen Klopp stjóri Liverpool greindi frá því í dag að Fabinho yrði ekki leikfær gegn Leicester á morgun.

Fabinho hefur verið öflugasti varnarmaður Liverpool í vetur í fjarveru Virgil Van Dijk, Joe Gomez og Joel Matip.

Fabinho er lítilega meiddur aftan í læri og hefur ekki getað tekið þátt í æfingum liðsins síðustu daga. Líklegt er talið að Ozan Kabak spili sinn fyrsta leik á morgun.

Kabak kom á láni frá Schalke á lokadegi félagaskiptagluggans og er ansi líklegt að hann og Jordan Henderson verði í hjarta varnarinnar gegn Leicester.

Stutt er í að Naby Keita snúi aftur inn á völlinn en Jurgen Klopp sagði að tvær til þrjár vikur væru í Diogo Jota sem hefur ekki spilað síðan í desember.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Amorim sáttur við árið hjá Manchester United

Amorim sáttur við árið hjá Manchester United
433Sport
Í gær

Landsliðsferli Aubameyang lýkur fyrr en áætlað var

Landsliðsferli Aubameyang lýkur fyrr en áætlað var
433Sport
Í gær

Viðurkennir að hann vilji fá Ter Stegen í janúar

Viðurkennir að hann vilji fá Ter Stegen í janúar
433Sport
Í gær

Fjórir leikmenn fjarverandi hjá United í kvöld

Fjórir leikmenn fjarverandi hjá United í kvöld