fbpx
Föstudagur 30.október 2020
433Sport

Segir Leno ekki nógu góðan fyrir Arsenal – Fær Rúnar Alex tækifæri?

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 29. september 2020 10:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tony Adams fyrrum fyrirliði Arsenal efast um að Bernd Leno sé nógu góður markvörður svo að Arsenal geti gert atlögu að efstu sætunum í deildinni. Adams segist efast um þá ákvörðun Mikel Arteta að selja Emiliano Martinez til Aston Villa.

Arsenal seldi Martinez til Aston Villa og keypti Rúnar Alex Rúnarsson til að veita Leno samkeppni í marki liðsins.

„Martinez var magnaður í bikarnum á síðustu leiktíð, alveg frábær. Ég kunni vel við hann, hann er góður í því sem Leno er lélegur í. Það eru fyrirgjafir og þannig hlutir,“ sagði Adams.

„Arteta hefur sett allt sitt traust á Leno en í mínum bókum er hann ekki nógu góður fyrir lið sem ætlar sér eitt af fjórum efstu sætunum.“

Rúnar Alex var á varamannabekk Arsenal í gær þegar liðið tapaði 3-1 gegn Liverpool á Anfield. „Martinez var með sjálfstraust og allt féll með Arsenal þegar hann stóð í markinu.“

Rúnar Alex gæti þreytt frumraun sína með Arsenal á fimmtudag þegar liðið fer aftur í heimsókn til Liverpool en nú í deildarbikarnum.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Goðsögn horfði spennt á Rúnar

Goðsögn horfði spennt á Rúnar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Albert með tvennu í stórsigri – Rúnar hélt hreinu

Albert með tvennu í stórsigri – Rúnar hélt hreinu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sá Giggs í fyrsta skiptið og ákvað að kýla hann hressilega

Sá Giggs í fyrsta skiptið og ákvað að kýla hann hressilega
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Egypti að kaupa Jóhann Berg og félaga

Egypti að kaupa Jóhann Berg og félaga
433Sport
Í gær

Leikmaður Manchester United greindur með Covid-19

Leikmaður Manchester United greindur með Covid-19
433Sport
Í gær

Meistaradeild Evrópu: Rashford með þrennu í sigri United – Barcelona vann Juventus

Meistaradeild Evrópu: Rashford með þrennu í sigri United – Barcelona vann Juventus