Fyrirtækið sem um ræðir er EasyToys en fyrirtækið selur alls kyns kynlífstæki. FC Emmen leikur í efstu deild Hollands og mun merki kynlífstækjanna því prýða treyjur liðsins í leikjum þess á næstunni. FC Emmen deilir mynd af treyjunni á Twitter-síðu sinni en myndina má sjá hér fyrir neðan.
𝐀𝐥𝐥𝐞𝐫𝐥𝐚𝐚𝐭𝐬𝐭𝐞 𝐤𝐚𝐧𝐬, 𝐭𝐨𝐭 𝟏𝟔.𝟎𝟎 𝐮𝐮𝐫 𝐯𝐚𝐧𝐝𝐚𝐚𝐠! 😱
Wil jij dit unieke shirt? Bestel ‘m dan nu via https://t.co/GS4Iimp058#EasyToys #FCEMMEN pic.twitter.com/3clNlrfA8b— FC Emmen (@FC_Emmen) September 24, 2020
Gummi Ben, einn ástsælasti knattspyrnusérfræðingur þjóðarinnar, gerir grín að þessu á Twitter-síðu sinni. „Þokkalegur titringur í Hollandi,“ sagði Gummi á Twitter og uppskar mikil viðbrögð en mikill fjöldi hefur líkað við færslu hans.
Þokkalegur titringur í Hollandi https://t.co/bKJtrSU72Z
— Gummi Ben (@GummiBen) September 24, 2020
FC Emmen hefur ekki farið vel af stað á tímabilinu í Hollandi en liðið hefur tapað fyrstu tveimur leikjum sínum í deildinni og er því með 0 stig. Liðið endaði í 12. sæti á síðasta tímabili í Hollandi.