fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

„Það er ótrúlega mikið af fólki upptekið af honum“ segir Máni um hinn umdeilda Brynjólf – „Þessi maður er bara snillingur“

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 26. júlí 2020 12:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjólfur Andersen er án efa einn umdeildasti leikmaður Pepsi Max-deildarinnar í ár.

Brynjólfur hefur vakið mikla athygli í íslenska boltanum í sumar fyrir færni sína en einnig fyrir hárgreiðslurnar sínar virðist ætla að mæta til leiks með nýja greiðslu í hvern leik. Í leiknum gegn HK hafði hann látið skrifa „bla bla bla“ í hárið á sér. „Ég veit ekki hverjum nákvæmlega hann var að svara með greiðslunni,“ sagði þáttarstjórnandinn Gummi Ben í þættinum Pepsi Max Stúkan sem sýndur er á Sttöð 2 Sport.

Gummi hrósaði síðan Brynjólfi fyrir að vera heldur betur að reyna í leiknum. „Hann fór ekki í felur. Hann vill fá boltann í hvert einasta skipti og ef það var einhver að fara að jafna þennan leik þá hélt ég að hann myndi gera það eða búa það til.“

Máni Pétursson, spekingur þáttarins og útvarpsmaður, talar síðan um Brynjólf og segir að það deili enginn um það að hann sé karakter. „Þetta er skemmtileg týpa og ég elska þetta með hárið og að vera alltaf tilbúinn að mæta og svara í viðtölum,“ sagði Máni og hélt áfram. „Það er ótrúlega mikið af fólki upptekið af honum, sem segir mér að þessi maður skilur um hvað fótbolti er; „Ég er skemmtikraftur. Ég á að vera hérna fyrir fólkið og hafa gaman af því.“ Fólkið er að lesa viðtölin við Brynjólf, fólk er að borga sig inn og fylgjast með því hvað stendur næst á hárinu á honum. Þessi maður er bara snillingur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Chelsea væri í fallsæti án Palmer

Chelsea væri í fallsæti án Palmer
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Byrjunarlið Brighton og Manchester City – Enginn Haaland

Byrjunarlið Brighton og Manchester City – Enginn Haaland
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Staðfestir að hann sé ekki hættur – Endurkoma á næstunni

Staðfestir að hann sé ekki hættur – Endurkoma á næstunni
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Væri enn bestur í deildinni 80 ára gamall

Væri enn bestur í deildinni 80 ára gamall
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“
433Sport
Í gær

Opinberar ástæðuna fyrir banninu: Varð bálreiður – ,,Helvítis svindlari“

Opinberar ástæðuna fyrir banninu: Varð bálreiður – ,,Helvítis svindlari“
433Sport
Í gær

Sjáðu stórkostlegt tilþrif Mbappe í gær

Sjáðu stórkostlegt tilþrif Mbappe í gær