fbpx
Sunnudagur 16.maí 2021
433Sport

„Það er ótrúlega mikið af fólki upptekið af honum“ segir Máni um hinn umdeilda Brynjólf – „Þessi maður er bara snillingur“

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 26. júlí 2020 12:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjólfur Andersen er án efa einn umdeildasti leikmaður Pepsi Max-deildarinnar í ár.

Brynjólfur hefur vakið mikla athygli í íslenska boltanum í sumar fyrir færni sína en einnig fyrir hárgreiðslurnar sínar virðist ætla að mæta til leiks með nýja greiðslu í hvern leik. Í leiknum gegn HK hafði hann látið skrifa „bla bla bla“ í hárið á sér. „Ég veit ekki hverjum nákvæmlega hann var að svara með greiðslunni,“ sagði þáttarstjórnandinn Gummi Ben í þættinum Pepsi Max Stúkan sem sýndur er á Sttöð 2 Sport.

Gummi hrósaði síðan Brynjólfi fyrir að vera heldur betur að reyna í leiknum. „Hann fór ekki í felur. Hann vill fá boltann í hvert einasta skipti og ef það var einhver að fara að jafna þennan leik þá hélt ég að hann myndi gera það eða búa það til.“

Máni Pétursson, spekingur þáttarins og útvarpsmaður, talar síðan um Brynjólf og segir að það deili enginn um það að hann sé karakter. „Þetta er skemmtileg týpa og ég elska þetta með hárið og að vera alltaf tilbúinn að mæta og svara í viðtölum,“ sagði Máni og hélt áfram. „Það er ótrúlega mikið af fólki upptekið af honum, sem segir mér að þessi maður skilur um hvað fótbolti er; „Ég er skemmtikraftur. Ég á að vera hérna fyrir fólkið og hafa gaman af því.“ Fólkið er að lesa viðtölin við Brynjólf, fólk er að borga sig inn og fylgjast með því hvað stendur næst á hárinu á honum. Þessi maður er bara snillingur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Sancho aldrei verið bjartsýnni á að klára félagaskiptin

Sancho aldrei verið bjartsýnni á að klára félagaskiptin
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Southampton vann falllið Fulham

Southampton vann falllið Fulham
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Íslendingurinn sem allir í Danmörku þekkja – ,,Elskaður, hataður, aldrei hundsaður“

Íslendingurinn sem allir í Danmörku þekkja – ,,Elskaður, hataður, aldrei hundsaður“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Arnar Sveinn fullyrðir að talað sé niður til kvenna um allt land

Arnar Sveinn fullyrðir að talað sé niður til kvenna um allt land
433Sport
Í gær

Lengjudeild karla: Fram fór til Eyja og vann tíu leikmenn ÍBV

Lengjudeild karla: Fram fór til Eyja og vann tíu leikmenn ÍBV
433Sport
Í gær

Man Utd ætlar að bjóða í Varane í sumar

Man Utd ætlar að bjóða í Varane í sumar