fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
433Sport

Elísabet fékk ranga sjúkdómagreiningu: „Byrja að mynd­ast blöðrur á höfðinu á mér“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 4. júní 2020 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elísabet Gunnarsdóttir þjálfari Kristanstad í Svíþjóð þarf að taka sér frí frá þjálfun um óákveðinn tíma vegna veikinda. Elísabet er með taugasjúkdóm en óvíst er hvenær hún getur snúið aftur á hliðarlínuna.

Sjúkdómur Elísabetar nefnist ristill. „Þetta er veiru­sjúk­dóm­ur sem all­ir sem hafa fengið hlaupa­bólu geta fengið,“ sagði Elísa­bet í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Elísabet fær ótrúlega verki í vinstri hlið líkamans og er inn og út af spítala. „Þetta lýs­ir sér fyrst og fremst þannig að ég er bara með bilaða verki, bæði í höfðinu og háls­in­um, og alltaf í vinstri hlið lík­am­ans. Hægri hliðin er því full­frísk, sem er stórfurðulegt. Ég var svo bara inn og út af spít­ala í ein­hverja fjóra daga og það fann eng­inn neitt út úr því sem var að angra mig. Ég gat ekki legið á höfðinu sem dæmi og svaf þess vegna lítið sem ekk­ert á næt­urn­ar. Svo byrja að mynd­ast ein­hverj­ar blöðrur á höfðinu á mér og þá átta lækn­arn­ir sig á því hvað það er sem er að hrjá mig,“ sagði Elísabet.

Til að gera vonda stöðu verri fékk Elísabet ranga sjúkdómagreiningu og óvíst er hvenær hún kemst aftur á völlinn.

„Vanda­málið í þessu öllu sam­an er að ég fékk ranga sjúk­dóms­grein­ingu til að byrja með og var fyrst sett á pensilín. Vanda­málið með svona ristil er að maður þarf að fá rétta meðhöndl­un og rétt lyf inn­an 72 klukku­stunda frá því að sjúk­dóm­ur­inn skýt­ur upp koll­in­um til þess að sleppa við þessa tauga­verki. Ég fæ svo ekki rétt lyf fyrr en nokkr­um dög­um síðar og það ger­ir það að verk­um að þess­ir verk­ir hafa verið al­veg svaka­lega sár­ir. Ég er kom­in á floga­veik­i­lyf núna sem eiga að vinna á þessu og nú er bara að bíða og sjá hversu lang­an tíma þetta mun taka að jafna sig,“ sagði Elísabet við Bjarna Helgason á Morgunblaðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þetta hafði þjóðin að segja um leikinn – „Það sýður á mér“

Þetta hafði þjóðin að segja um leikinn – „Það sýður á mér“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Einkunnir leikmanna Íslands eftir magalendingu í Thun

Einkunnir leikmanna Íslands eftir magalendingu í Thun
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Gyokeres vill slíta öll tengsl við Portúgal og sparkar kærustunni

Gyokeres vill slíta öll tengsl við Portúgal og sparkar kærustunni
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Stelpurnar okkar fengu frábærar móttökur fyrir fyrsta leik – Myndband

Stelpurnar okkar fengu frábærar móttökur fyrir fyrsta leik – Myndband
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Liverpool hafnaði öllu samtali við Bayern og sagði kantmanninn ekki til sölu

Liverpool hafnaði öllu samtali við Bayern og sagði kantmanninn ekki til sölu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

United tapar milljónum punda – Varð ljóst þegar félagið birti þessa mynd í gær

United tapar milljónum punda – Varð ljóst þegar félagið birti þessa mynd í gær
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ekkert að gerast hjá Arsenal og Gyokeres

Ekkert að gerast hjá Arsenal og Gyokeres
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þór Bæring leitar að fyrsta sigrinum í fjórðu tilraun – „Það var aldrei að fara að klikka“

Þór Bæring leitar að fyrsta sigrinum í fjórðu tilraun – „Það var aldrei að fara að klikka“