fbpx
Þriðjudagur 14.júlí 2020
433Sport

Ótrúlegt ævintýri hófst á Akranesi árið 1955 og er enn að gefa af sér afreksfólk

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 2. júní 2020 10:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti mikla athygli í gær þegar Jóhannes Kristinn Bjarnason, 15 ára drengur lék sinn fyrsta leik með KR. Jóhannes kemur af miklum knattspyrnuættum en faðir hans er Bjarni Guðjónsson fyrrum atvinnumaður í knattspyrnu og afi hans er Guðjón Þórðarson einn öflugasti þjálfari sem Ísland hefur átt.

Ótrúleg knattspyrnuætt sem tengir sig nú í nokkra ættliði í gegnum syni Guðjóns og þar í kring.

Allt þetta hófst þegar Þórður Guðjónsson fæddist á Ökrum á Akranesi 10. október 1923 en Þórður kvæntist 1. júní 1951 Marselíu Guðjónsdóttur frá Hreppsendaá í Ólafsfirði. Saman eignuðust þau nokkur börn og þar á meðal Guðjón Þórðarson sem fæddist árið 1955.

Guðjón á svo fjóra syni sem hafa látið af sér kveða í fótboltanum hér heima og þrír af þeim erlendis og með íslenska landsliðinu. Bjarni og Jóhannes Karl eiga svo báðir unga syni sem eru byrjaðir að skapa sér nafn. Að auki er landsliðsmaðurinn Björn Bergmann Sigurðarson hálfbróðir Þórðar, Bjarna og Jóa Kalla.

© 365 ehf / Anton Brink

Guðjón Þórðarson
Einn færasti þjálfari í sögu Íslands átti farsælan feril sem leikmaður áður en hann snéri sér að þjálfun. Hann vann deildina með KA og ÍA hér á landi áður en hann tók við KR og vann bikarinn þar. Guðjón átti svo farsælan feril sem þjálfari erlendis.

Afkvæmi Guðjóns:

© 365 ehf / Anton Brink

Þórður Guðjónsson
Kantmaðurinn knái átti frábæran feril sem leikmaður en hann fór með pabba sínum til KA áður en hann snéri aftur til ÍA. Þórður átti farsælan þrettán ára feril í atvinnumennsku áður en hann snéri aftur heim. Þórður lék tæplega 60 A-landsleiki fyrir Íslands.

© 365 ehf / Valgarður Gíslason

Bjarni Guðjónsson
Einn besti miðjumaður sem efsta deild á Íslandi hefur séð, Bjarni átti frábæran feril hér heima með ÍA og KR. Hann lék í níu ár erlendis en stórlið Newcastle fékk hann til félagsins árið 1997 þegar Bjarni var aðeins 18 ára gamall. Bjarni lék 23 A-landsleiki en hann er í dag aðstoðarþjálfari KR

© 365 ehf / Valgarður Gíslason

Jóhannes Karl Guðjónsson
Jóhannes Karl lék með ÍA og KA hér heima áður en hann hélt til Belgíu en hann var í 14 ár í atvinnumennsku og náði langt á Englandi með Leicester, Burnley, Aston Villa, Wolves og Huddersfield. Þá lék hann með Real Betis í La Liga. Jóhannes lék rúmlega 30 landsleiki fyrir Íslands og er í dag þjálfari ÍA.

© 365 ehf / Anton Brink

Atli Guðjónsson
Atli er fæddur árið 1988 en hann á ekki sömu móðir og Þórður, Bjarni og Jóhannes. Atli lék alla tíð á Íslandi en lagði skóna á hiluna árið 2017. Hann lék með ÍA þegar faðir hans Guðjón var þjálfari en einnig spilaði hann fyrir ÍBV, ÍR og BÍ/Bolungarvík.

Næsta kynslóð:

Jóhannes Kristinn fyrir miðju.

Jóhannes Kristinn Bjarnason
Jóhannes Kristinn Bjarnason, 15 ára sonur Bjarna Guðjónssonar lék sinn fyrsta leik með meistaraflokki KR í gær er liðið mætti Keflavík. Bjarni er aðstoðarþjálfari liðsins en Jóhannes Kristinn er gríðarlegt efni. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli Stórlið hafa fylgst með framgöngu hans um nokkurt skeið þrátt fyrir ungan aldur og í vetur fór hann í heimsókn til Rangers í Skotlandi. Hann æfði einnig með FCK í Danmörku og Genk í Belgíu. Jóhannes er klókur miðjumaður en mikið hefur verið látið með kauða frá unga aldri og verður fróðlegt að sjá hvort hann fái tækifæri með KR í sumar en Pepsi Max-deild karla hefst eftir tæpar tvær vikur. Jóhannes Kristinn hefur spilað fyrir U15 ára lið Íslands.

Ísak Bergmann Jóhannesson og Jóhannes Karl Guðjónsson

Ísak Bergmann Jóhannesson
Ísak Bergmann er 17 ára gamall og er sonur Jóa Kalla. Hann samdi við Norköpping í Svíþjóð fyrir einu og hálfu ári og hefur heillað marga í Svíþjóð. Sænska félagið gerir miklar væntingar til Ísaks sem er miðjumaður líkt og faðir sinn. Ísak hefur spilað fyrir U17 og U19 ára landslið Íslands.

Björn Bergmann Sigurðarson, ÍA, knattspyrna, fótbolti, sumar 2007

Björn Bergmann Sigurðarson
Björn Bergmann er ölu knattspyrnuáhugafólki kunnugur en hann á sömu móðir og Þórður, Bjarni og Jói Kalli. Hann hefur í ellefu ár spilað sem atvinnumaður en er aðeins 29 ára gamall. Björn kom við sögu á HM með íslenska landsliðinu en hann er samningsbundinn Rostov í Rússlandi en er á láni hjá APOEL í Kýpur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Byrjunarlið Manchester United og Southampton: Sterkasta lið United?

Byrjunarlið Manchester United og Southampton: Sterkasta lið United?
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Bróðir Aurier skotinn til bana

Bróðir Aurier skotinn til bana
433Sport
Fyrir 2 dögum

Mögulegur forseti Barcelona: ,,Setien ekki sá sem við viljum“

Mögulegur forseti Barcelona: ,,Setien ekki sá sem við viljum“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Stuðningsmenn reiðir eftir mynd af Bale – Þóttist vera sofandi

Stuðningsmenn reiðir eftir mynd af Bale – Þóttist vera sofandi
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sheffield United fór illa með Chelsea

Sheffield United fór illa með Chelsea
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sjáðu atvikið: Gerðist Jói Berg brotlegur innan teigs? – Ekkert dæmt

Sjáðu atvikið: Gerðist Jói Berg brotlegur innan teigs? – Ekkert dæmt