fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
433Sport

Hamren í Portúgal og 16 ára Íslendingur heillar hann upp úr skónum: „Hann er með frábært hugarfar“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 4. febrúar 2020 10:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erik Hamren, landsliðsþjálfari Íslands er staddur í Portúgal þessa dagana til að heimsækja íslenska leikmenn og ræða við þá.

Aðeins er einn og hálfur mánuður í að íslenska liðið fái tækifæri til að tryggja sig inn á EM í sumar. Liðið mætir Rúmeníu í undanúrslitum um laust sæti á EM. Vinni liðið þann leikur mætir liðið Búlgaríu eða Ungverjalandi í úrslitum.

,,Ég er í Algarve til að hitta íslenska leikmenn, Ragnar Sigurðsson hjá FCK, Hjört Hermansson í Bröndby og Rúnar Már Sigurjónsson í Astana. Þessir hafa verið mest með mér,“ sagði Hamren.

,,Svo hef ég verið að skoða þá sem eiga séns og eru til framtíðar, Óskar Sverrisson í Hacken var í hópnum í janúar. Það var hans frumraun, svo hef ég skoðað stjörnur framtíðarinnar. Ísak Bergmann Jóhannesson sem er mjög spennandi. Hann er ekki í A-landsliðinu eins og er.“

Ísak er aðeins 16 ára gamall en er gríðarlegt efni, hann lék með aðalliði Norköppin í fyrra og gæti fengið fleiri tækifæri í ár. Ljóst er að Hamren er afar hrifinn af hans hæfileikum.

,,Hann hefur rosalega hæfileika og góð gæði, ég sá hann gegn Bröndby og hann hefur mikið að læra. Hann er þroskaður miðað við aldur, hann gæti orðið mjög góður. Ég hef rætt við þjálfara hans og hugarfarið hans virðist vera frábær, hann vill ná árangri.“

Hamren greindi einnig frá því að hann hefði skoðað Jón Dag Þorsteinsson kantmann AGF.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þetta hafði þjóðin að segja um leikinn – „Það sýður á mér“

Þetta hafði þjóðin að segja um leikinn – „Það sýður á mér“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Einkunnir leikmanna Íslands eftir magalendingu í Thun

Einkunnir leikmanna Íslands eftir magalendingu í Thun
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Gyokeres vill slíta öll tengsl við Portúgal og sparkar kærustunni

Gyokeres vill slíta öll tengsl við Portúgal og sparkar kærustunni
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Stelpurnar okkar fengu frábærar móttökur fyrir fyrsta leik – Myndband

Stelpurnar okkar fengu frábærar móttökur fyrir fyrsta leik – Myndband
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Liverpool hafnaði öllu samtali við Bayern og sagði kantmanninn ekki til sölu

Liverpool hafnaði öllu samtali við Bayern og sagði kantmanninn ekki til sölu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

United tapar milljónum punda – Varð ljóst þegar félagið birti þessa mynd í gær

United tapar milljónum punda – Varð ljóst þegar félagið birti þessa mynd í gær
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ekkert að gerast hjá Arsenal og Gyokeres

Ekkert að gerast hjá Arsenal og Gyokeres
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þór Bæring leitar að fyrsta sigrinum í fjórðu tilraun – „Það var aldrei að fara að klikka“

Þór Bæring leitar að fyrsta sigrinum í fjórðu tilraun – „Það var aldrei að fara að klikka“