fbpx
Laugardagur 04.apríl 2020
433Sport

Jesus tryggði City öll stigin á King Power

Victor Pálsson
Laugardaginn 22. febrúar 2020 19:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leicester City 0-1 Manchester City
0-1 Gabriel Jesus(80′)

Það fór fram stórleikur á Englandi í kvöld er lið Manchester City og Leicester City áttust við á King Power vellinum.

Það var ágætis fjör í leik kvöldsins en að venju þá var VAR í aðalhlutverki og ekki endilega á góðan hátt.

Leicester vildi fá vítaspyrnu í fyrri hálfleik er boltinn fór í hönd Kevin de Bruyne innan teigs en ekkert var dæmt.

Í seinni hálfleik fékk City svo sína eigin vítaspyrnu er boltinn fór í hönd Dennis Praet innan teigs og steig Sergio Aguero á punktinn.

Spyrna Aguero var hins vegar ekki góð og náði Kasper Schmeichel að verja hana nokkuð auðveldlega.

Staðan var markalaus þar til á 80. mínútu er varamaðurinn Gabriel Jesus skoraði eina mark leiksins til að tryggja City sigur.

City er 19 stigum á eftir toppliði Liverpool sem á þó leik til góða á mánudag.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gaf Rauða krossinum 53 milljónir

Gaf Rauða krossinum 53 milljónir
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Gefur milljón smokka: Segist ekki geta notað þá alla

Gefur milljón smokka: Segist ekki geta notað þá alla
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Tíu bestu sem komið hafa á frjálsri sölu

Tíu bestu sem komið hafa á frjálsri sölu
433Sport
Í gær

Guðmundur eirðarlaus í New York þar sem allt er lokað: Ætlaði í körfu en var rekinn inn

Guðmundur eirðarlaus í New York þar sem allt er lokað: Ætlaði í körfu en var rekinn inn
433Sport
Í gær

Tíu launahæstu íþróttamenn áratugarins: Hinn umdeildi á toppnum

Tíu launahæstu íþróttamenn áratugarins: Hinn umdeildi á toppnum
433Sport
Í gær

Lögreglan greinir frá því hvað varð til þess að Reyes lést í hræðilegu bílslysi

Lögreglan greinir frá því hvað varð til þess að Reyes lést í hræðilegu bílslysi
433Sport
Í gær

Glöggur stuðningsmaður kom auga á erótískt efni sem Klose hafði horft á

Glöggur stuðningsmaður kom auga á erótískt efni sem Klose hafði horft á
433Sport
Í gær

Ekki nein peningavandræði hjá United vegna kórónuveirunnar

Ekki nein peningavandræði hjá United vegna kórónuveirunnar