fbpx
Miðvikudagur 27.janúar 2021
433Sport

Zlatan gaf liðsfélögum sínum það sem margir gátu ekki fengið – „Þetta er þá ástæðan“

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 22. nóvember 2020 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Zlatan Ibrahimovic, leikmaður AC Milan á Ítalíu, komst snemma í jólaandann í vikunni þegar hann gaf liðsfélögum sínum nýju PlayStation leikjatölvuna en tölvan hefur verið afar eftirsótt í vikunni.

Tölvuleikjaspilarar hafa beðið lengi eftir þessari leikjatölvu og því var eftirspurnin afar mikil þegar hún loksins kom út. Ekki náðu allir að kaupa tölvuna sem vildu en svo virðist þó vera sem Zlatan hafi náð að krækja í nokkur stykk fyrir liðsfélaga sína. Mateo Musacchio, Samu Castillejo og Rafael Leo, liðsfélagar Zlatan í AC Milan, þökkuðu allir Zlatan fyrir tölvurnar á samfélagsmiðlum sínum.

Netverjar voru fljótir að verða pirraðir vegna þessa þar sem margir þeirra höfðu ekki náð að kaupa sér eintak af leikjatölvunni. „Engin furða að við gátum ekki fengið eina þegar allir helvítis fótboltamennirnir fengu þær,“ sagði einn. „Á meðan við erum að endurhlaða brotnu Walmart heimasíðunni þá gat Zlatan keypt tölvur handa öllum liðsfélögum sínum,“ sagði annar. „Þetta er þá ástæðan fyrir því að ég náði ekki að kaupa tölvuna,“ sagði enn annar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Stuðningsmenn Chelsea sendu eigandanum skýr skilaboð – „Sirkusinn heldur áfram“

Stuðningsmenn Chelsea sendu eigandanum skýr skilaboð – „Sirkusinn heldur áfram“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Yfirlýsing frá Zlatan eftir atburði gærkvöldsins – „Sumir eru betri en aðrir“

Yfirlýsing frá Zlatan eftir atburði gærkvöldsins – „Sumir eru betri en aðrir“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fyrrum leikmaður Manchester United til liðs við Sverri og félaga

Fyrrum leikmaður Manchester United til liðs við Sverri og félaga
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Di Maria flúði England eftir stutt stopp en nú vill Tottenham fá hann

Di Maria flúði England eftir stutt stopp en nú vill Tottenham fá hann
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fyrrum vonarstjarna í fangelsi – Misnotaði 14 ára stúlku

Fyrrum vonarstjarna í fangelsi – Misnotaði 14 ára stúlku
433Sport
Í gær

Manchester City valtaði yfir West Brom og Arsenal ósigraðir sjö leiki í röð

Manchester City valtaði yfir West Brom og Arsenal ósigraðir sjö leiki í röð
433Sport
Í gær

Dramatík á San Siro – Slagsmál, Rautt spjald, 10 mínútur í uppbótartíma og mark á ögurstundu

Dramatík á San Siro – Slagsmál, Rautt spjald, 10 mínútur í uppbótartíma og mark á ögurstundu
433Sport
Í gær

West Ham og Leeds með sigra

West Ham og Leeds með sigra
433Sport
Í gær

Myndband af Tuchel í dreifingu – „Hann er grjótharður“

Myndband af Tuchel í dreifingu – „Hann er grjótharður“