fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
433Sport

Ásgeir segir fögnuð fótboltans um helgina fara til rannsóknar hjá lögreglu í dag

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 2. nóvember 2020 08:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun síðar í dag hefja rannsókn á fögnuði karla­liðs Ís­lands­meistara Vals á föstu­dags­kvöld og fögnuði Leiknis­manna sem komust upp í efstu deild þegar Ís­lands­mótið í knatt­spyrnu var blásið af þann sama dag.

Fréttablaðið segir frá en Ás­geir Þór Ás­geirs­son, yfir­lög­reglu­þjónn hjá lög­reglunni á höfuð­borgar­svæðinu segir frá því. Rannsóknin snýst um brot á sóttvarnarreglum á föstudag.

Meira:
Kampavínið flæddi út um allt þegar Breiðhyltingar brutu sóttvarnareglur í gær – Sjáðu myndskeiðið

KSÍ tók þá ákvörðun á föstudag að blása Íslandsmót sín af vegna COVID-19, sambandið tali ekki gjörlegt að halda leik áfram eftir krefjandi sumar með veiruna hangandi yfir sér.

Harðar takmarkanir í landinu urðu til þess að ekki var og verður næstu vikurnar hægt að spila fótbolta. Valsmenn fögnuðu Íslandsmeistaratitli sínum á Hlíðarenda á föstudag og virtust þar brjóta ansi margar af þreim reglum sem þá voru í gldi en reglur voru hertar á laugardag.

Sömu sögu var að segja úr félagsheimili Leiknis þar sem leikmenn og starfsmenn liðsins létu kampavínið flæða um og virtust brjóta sömu reglur og Valsmenn. Bæði þessi mál fara til rannsóknar í dag.

Meira:
Reglur um samkomutakmarkanir mölbrotnar á Hlíðarenda í gær – Sjáðu myndskeiðið

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Vekur athygli á því sem fáir höfðu spáð í eftir leik Íslands á dögunum

Vekur athygli á því sem fáir höfðu spáð í eftir leik Íslands á dögunum
433Sport
Í gær

Sá sem öllu ræður hjá Liverpool segir að félagið hafi verið tilbúið að láta Salah og Van Dijk

Sá sem öllu ræður hjá Liverpool segir að félagið hafi verið tilbúið að láta Salah og Van Dijk
433Sport
Í gær

Kjartan segir liggja við að maður stytti ævina um nokkur ár með því að heimsækja þessa borg – „Hún var skelfileg, ég er ekki aðdáandi“

Kjartan segir liggja við að maður stytti ævina um nokkur ár með því að heimsækja þessa borg – „Hún var skelfileg, ég er ekki aðdáandi“
433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Ávaxta Manchester United og Liverpool þitt pund?

Langskotið og dauðafærið – Ávaxta Manchester United og Liverpool þitt pund?
433Sport
Í gær

Kjartan segir leikmann sinn hafa fengið ósanngjarnt umtal í sumar – „Skildi ekki alveg þessa neikvæðni og hatur“

Kjartan segir leikmann sinn hafa fengið ósanngjarnt umtal í sumar – „Skildi ekki alveg þessa neikvæðni og hatur“
433Sport
Í gær

Skoða það alvarlega að fá Kane næsta sumar

Skoða það alvarlega að fá Kane næsta sumar