fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
433Sport

Var meðvitaður um að velja ekki auðveldu leiðina í lífinu – „Margir komnir í gröfina eða í fangelsi“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 26. október 2020 14:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Davinson Sánchez varnarmaður Tottenham hefur upplifað allar hliðar lífsins, hann ólst upp við fátækt og glæpi í Kólumbíu en lifir nú góðu lífi í Lundúnum. Sanchez er 24 ára gamall en tvítugur að aldri gekk hann í raðir Ajax.

Efir eitt tímabil í Hollandi kom Tottenham með tilboð sem var ekki hægt að hafna. „Ég byrjaði sex ára í fótbolta,“ sagði Sanchez upphafið að ferli sínum.

„Þegar ég fór að fara á reglulegar æfingar, þá fór pabbi með mig og það kostaði okkur talsvert. Tveir miðar í strætó, miðarnir kostuðu 300 krónur en þetta var mikill peningur fyrir okkur. Ég vissi að þetta væri mikill peningur fyrir fjölskylduna, þegar ég var tíu ára þá vildi ég fara einn því ég fékk orðið minna nesti. Ég taldi mig geta ferðast einn,“ sagði Sanchez.

Að alast upp við mikla fátækt kenndi Sanchez talsvert en hann sá marga vini sína velja aðra leið í lífinu, hann kallar þá auðveldu leiðina að leiðast út í glæpi þegar fátæktin er mikil.

„Ég sá mikið af mjög slæmum hlutum, eiturlyf og fólk að stela,“ sagði Sanchez um ástandið á hans yngri árum.

„Ég átti vini sem völdu auðveldu leiðina í lífinu, að mínu mati. Þeir eru núna margir komnir í gröfina eða í fangelsi. Þeir voru í slæmum málum. Ég á samt líka vini sem tóku rétta leið eftir skóla og eru í góðum störfum, eru faðir, bræður og synir.“

„Þetta snýst um að velja sér leið í lífinu, ég hafði aldrei áhuga á að velja auðveldu leiðina.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þetta hafði þjóðin að segja um leikinn – „Það sýður á mér“

Þetta hafði þjóðin að segja um leikinn – „Það sýður á mér“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Einkunnir leikmanna Íslands eftir magalendingu í Thun

Einkunnir leikmanna Íslands eftir magalendingu í Thun
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Gyokeres vill slíta öll tengsl við Portúgal og sparkar kærustunni

Gyokeres vill slíta öll tengsl við Portúgal og sparkar kærustunni
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Stelpurnar okkar fengu frábærar móttökur fyrir fyrsta leik – Myndband

Stelpurnar okkar fengu frábærar móttökur fyrir fyrsta leik – Myndband
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Liverpool hafnaði öllu samtali við Bayern og sagði kantmanninn ekki til sölu

Liverpool hafnaði öllu samtali við Bayern og sagði kantmanninn ekki til sölu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

United tapar milljónum punda – Varð ljóst þegar félagið birti þessa mynd í gær

United tapar milljónum punda – Varð ljóst þegar félagið birti þessa mynd í gær
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ekkert að gerast hjá Arsenal og Gyokeres

Ekkert að gerast hjá Arsenal og Gyokeres
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þór Bæring leitar að fyrsta sigrinum í fjórðu tilraun – „Það var aldrei að fara að klikka“

Þór Bæring leitar að fyrsta sigrinum í fjórðu tilraun – „Það var aldrei að fara að klikka“