fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
433Sport

Real Madrid hafði betur í El Clasico

Aron Guðmundsson
Laugardaginn 24. október 2020 15:56

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Real Madrid vann 1-3 sigur á Barcelona í leik sem jafnan er nefndur El Clasico í spænsku úrvalsdeildinni. Leikið var á Camp Nou í Barcelona.

Real Madrid komst yfir strax á 5. mínútu. Markið skoraði Federico Valverde eftir stoðsendingu frá Karim Benzema.

Leikmenn Barcelona voru hins vegar fljótir að svara fyrir sig. Aðeins þremur mínútum eftir mark Real Madrid var Ansu Fati búinn að jafna metin fyrir Börsunga.

Þannig stóðu leikar allt þangað til á 63. mínútu þegar Real Madrid fékk vítaspyrnu. Sergio Ramos, fyrirliði Real tók spyrnuna og skoraði fram hjá Neto í marki Barcelona.

Luka Modric innsiglaði síðan góðan sigur Real með marki á 90. mínútu.

Fleiri mörk voru ekki skoruð 1-3 sigur Real Madrid staðreynd.

Real er eftir leikinn í 1. sæti deildarinnar með 13 stig eftir 6 leiki. Barcelona er í 10. sæti með 7 stig eftir 5 leiki.

Barcelona 1 – 3 Real Madrid
0-1 Federico Valverde (‘5)
1-1 Ansu Fati (‘8)
1-2 Sergio Ramos (’63)
1-3 Luka Modric (’90)

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Liverpool vill framlengja samning Konate

Liverpool vill framlengja samning Konate
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hugsar súr út í ákvörðun Arnars eftir það sem gerðist í vikunni – „Að íslenska landsliðið hafi leyft sér það“

Hugsar súr út í ákvörðun Arnars eftir það sem gerðist í vikunni – „Að íslenska landsliðið hafi leyft sér það“
433Sport
Fyrir 2 dögum

City ætlar að slást við Arsenal og Real Madrid um næstu stjörnu Spánar

City ætlar að slást við Arsenal og Real Madrid um næstu stjörnu Spánar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Arsenal og United fá að vita af verðmiða sem gæti fælt þau frá

Arsenal og United fá að vita af verðmiða sem gæti fælt þau frá
433Sport
Fyrir 2 dögum

Almenn ánægja með störf KSÍ – Flestir neikvæðir er varðar þjónustu við stuðningsmenn á landsleikjum

Almenn ánægja með störf KSÍ – Flestir neikvæðir er varðar þjónustu við stuðningsmenn á landsleikjum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Einn besti leikmaður City að verða samningslaus – Guardiola segir að hann ráði för

Einn besti leikmaður City að verða samningslaus – Guardiola segir að hann ráði för