fbpx
Þriðjudagur 13.janúar 2026
433Sport

Cech í úrvalsdeildarhóp Chelsea

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 20. október 2020 18:57

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frank Lampard, knattspyrnustjóri Chelsea, hefur valið  fyrrum markmann félagsins, Petr Cech, í úrvalsdeildarhóp félagsins. The Athletic greinir frá.

Cech lagði hanskana á hilluna í fyrra og gegnir nú starfi tæknilegs ráðgjafa hjá félaginu.

Ákvörðunin að hafa Cech í hópnum er tekin með Covid-19 að leiðarljósi. Fari svo að núverandi markmenn félagsins greinist með veiruna þá getur Cech tekið stöðu markmanns í liðinu.

Cech er 38 ára gamall. Hann spilaði á sínum tíma meðal annars með Chelsea og Arsenal og á að baki 754 leiki á sínum atvinnumannaferli. Cech vann 13 titla með Chelsea, þar á meðal ensku úrvalsdeildina fjórum sinnum og Meistaradeild Evrópu einu sinni.

Chelsea hefur verið í markmannsvandræðum. Kepa Arrizabalaga hefur ekki náð að sannfæra Lampard og því var Edouard Mendy keyptur til liðsins í sumar. Einnig er Willy Caballero markmaður hjá félaginu.

Cech mun ekki æfa með aðalliði félagsins. Hann mun þó þurfa að halda sér í formi og vera reiðubúinn ef ske kynni að smit kæmi upp hjá leikmönnum félagsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fullyrt að Carrick taki við á næstu klukkustundum – Verið að smíða teymið í kringum hann

Fullyrt að Carrick taki við á næstu klukkustundum – Verið að smíða teymið í kringum hann
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Söðlar um innan Bestu deildarinnar

Söðlar um innan Bestu deildarinnar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Arteta hrósar Arne Slot í hástert

Arteta hrósar Arne Slot í hástert
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Hökkuðu sig inn á reikning Bruno Fernandes og birtu þessar færslur

Hökkuðu sig inn á reikning Bruno Fernandes og birtu þessar færslur
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Varpa ljósi á nýtt athæfi David Beckham vegna fjölskylduerja – Fór öfugt ofan í soninn sem sakar foreldra sína nú um þetta

Varpa ljósi á nýtt athæfi David Beckham vegna fjölskylduerja – Fór öfugt ofan í soninn sem sakar foreldra sína nú um þetta
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fletcher hraunaði yfir dómarann – „Fáránlegt miðað við brotin þeirra“

Fletcher hraunaði yfir dómarann – „Fáránlegt miðað við brotin þeirra“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sagður snúa aftur til Bandaríkjanna frá Blikum

Sagður snúa aftur til Bandaríkjanna frá Blikum