fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
433Sport

Cech í úrvalsdeildarhóp Chelsea

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 20. október 2020 18:57

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frank Lampard, knattspyrnustjóri Chelsea, hefur valið  fyrrum markmann félagsins, Petr Cech, í úrvalsdeildarhóp félagsins. The Athletic greinir frá.

Cech lagði hanskana á hilluna í fyrra og gegnir nú starfi tæknilegs ráðgjafa hjá félaginu.

Ákvörðunin að hafa Cech í hópnum er tekin með Covid-19 að leiðarljósi. Fari svo að núverandi markmenn félagsins greinist með veiruna þá getur Cech tekið stöðu markmanns í liðinu.

Cech er 38 ára gamall. Hann spilaði á sínum tíma meðal annars með Chelsea og Arsenal og á að baki 754 leiki á sínum atvinnumannaferli. Cech vann 13 titla með Chelsea, þar á meðal ensku úrvalsdeildina fjórum sinnum og Meistaradeild Evrópu einu sinni.

Chelsea hefur verið í markmannsvandræðum. Kepa Arrizabalaga hefur ekki náð að sannfæra Lampard og því var Edouard Mendy keyptur til liðsins í sumar. Einnig er Willy Caballero markmaður hjá félaginu.

Cech mun ekki æfa með aðalliði félagsins. Hann mun þó þurfa að halda sér í formi og vera reiðubúinn ef ske kynni að smit kæmi upp hjá leikmönnum félagsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Yfirmaður dómaramála kveður upp stóra dóm yfir Van Dijk markinu

Yfirmaður dómaramála kveður upp stóra dóm yfir Van Dijk markinu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fyrrum leikmaður United lögsækir félagið – Telur vanrækslu hafa átt sér stað

Fyrrum leikmaður United lögsækir félagið – Telur vanrækslu hafa átt sér stað
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ten Hag hafnaði stóru starfi

Ten Hag hafnaði stóru starfi
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Brotist inn á meðan hann var heima með börnin sín

Brotist inn á meðan hann var heima með börnin sín