fbpx
Sunnudagur 04.maí 2025
433Sport

Sex mörk í boði er Blikar og FH skildu jöfn

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 8. júlí 2020 22:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breiðablik 3-3 FH
0-1 Hjörtur Logi Valgarðsson (22′)
1-1 Kristinn Steindórsson (27′)
2-1 Thomas Mikkelsen (33′)
2-2 Atli Guðnason (48′)
3-2 Thomas Mikkelsen (58′)
3-3 Steven Lennon (víti, 68′)

Það var verulega fjörugur leikur á dagskrá í úrvalsdeild karla í kvöld þegar Breiðablik fékk FH í heimsókn.

Áhorfendur fengu svo sannarlega eitthvað fyrir peninginn í kvöld en sex mörk voru á boðstólnum.

FH komst yfir með marki frá Hirti Loga Valgarðssyni á 22. mínútu en sú forysta entist í fimm mínútur eftir jöfnunarmark Kristins Steindórssonar.

Blikar komust svo aftur yfir ekki löngu seinna er danska markavélin Thomas Mikkelsen skoraði frábært mark.

Staðan var 2-1 í leikhléi en snemma í síðari hálfleik skoraði Atli Guðnason fyrir FH og jafnaði í 2-2.

Mikkelsen var svo aftur á ferðinni tíu mínútum síðar og kom Blikum í 3-2 með föstu skoti innan teigs.

Vítaspyrna var svo dæmd á Damir Muminovic á 67. mínútu og úr henni skoraði Steven Lennon örugglega til að tryggja FH eitt stig.

FH er í fimmta sæti með sjö stig eftir leikinn og Blikar á toppnum með 11 stig eftir fiimm leiki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Sorgmæddir eftir að hafa heyrt af brottförinni – ,,Stundum er það þannig í lífinu“

Sorgmæddir eftir að hafa heyrt af brottförinni – ,,Stundum er það þannig í lífinu“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Opinn fyrir því að framlengja á Anfield

Opinn fyrir því að framlengja á Anfield
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hrafnkell las yfir stórstjörnunni eftir umdeilda útlitsbreytingu hans – „Eitthvað það dónalegasta og ógeðslegasta sem ég hef séð“

Hrafnkell las yfir stórstjörnunni eftir umdeilda útlitsbreytingu hans – „Eitthvað það dónalegasta og ógeðslegasta sem ég hef séð“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Viðurkennir að Liverpool sé á öðrum stað í dag – Vonar að stjórnin taki þá til fyrirmyndar í sumar

Viðurkennir að Liverpool sé á öðrum stað í dag – Vonar að stjórnin taki þá til fyrirmyndar í sumar
433Sport
Í gær

Uppljóstrar um skilaboð sem hann fékk frá Klopp um síðustu helgi

Uppljóstrar um skilaboð sem hann fékk frá Klopp um síðustu helgi
433Sport
Í gær

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Viktor Unnar mætir og fer yfir sviðið

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Viktor Unnar mætir og fer yfir sviðið