fbpx
Föstudagur 08.ágúst 2025
433Sport

Baunar á Keane sem gagnrýnir alla: ,,Hlærð þegar hann segir þessa hluti“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 5. júlí 2020 10:05

Roy Keane

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dwight Yorke, fyrrum leikmaður Manchester United, hefur sent fyrrum liðsfélaga sínum, Roy Keane, pillu en hann starfar nú í sjónvarpi.

Keane er þekktur fyrir það að vera harðorður á skjánum og gagnrýndi nýlega David de Gea, markvörð United, og sagðist vera orðinn dauðþreyttur á hans frammistöðu.

Yorke þekkir Keane vel og minnir Írann á það að hann hafi ekki verið fullkominn leikmaður.

,,Ég spilaði með honum sem leikmaður og undir honum þegar hann var þjálfari. Ég þekki einstaklinginn,“ sagði Yorke við Mirror.

,,Þú verður bara taka þetta á kassann þegar hann segir hluti. Hann segir það sem hann vill. Sumir trúa því og aðrir ekki.“

,,Sumt sem hann segir á rétt á sér en það er kannski hvernig hann kemur því fram sem fer í taugarnar á fólki.“

,,Við gerum öll mistök. Hann var ekki fullkominn þegar hann spilaði. Hann gerði mistök og verður að taka skref til baka.“

,,Í lok dags þá gerði hann svipuð mistök. Með Keano, þú getur aðeins farið að hlæja þegar hann segir þessa hluti.“

,,Sem fyrrum leikmaður þá þarftu að passa hvað þú segir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Allt klappað og klárt – United og Leipzig ná samkomulagi um kaupverðið

Allt klappað og klárt – United og Leipzig ná samkomulagi um kaupverðið
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sjáðu stórfurðulegt atvik í Úlfarsárdal – Rikki G trúði ekki eigin augum

Sjáðu stórfurðulegt atvik í Úlfarsárdal – Rikki G trúði ekki eigin augum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Dagný grætur í hjartnæmu kveðjumyndbandi

Dagný grætur í hjartnæmu kveðjumyndbandi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hafnað fjölda tilboða eftir brottför frá United – Býðst nú að vera áfram í úrvalsdeildinni

Hafnað fjölda tilboða eftir brottför frá United – Býðst nú að vera áfram í úrvalsdeildinni
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Launapakki Darwin Nunez í Sádí opinberaður – Fær þrefalt meira en hjá Liverpool og þénar meira en bestu leikmenn heims

Launapakki Darwin Nunez í Sádí opinberaður – Fær þrefalt meira en hjá Liverpool og þénar meira en bestu leikmenn heims
433Sport
Í gær

Fyrrum leikmaður Arsenal og Liverpool gæti snúið aftur

Fyrrum leikmaður Arsenal og Liverpool gæti snúið aftur
433Sport
Í gær

Uppselt í Fossvoginum er Danirnir koma í heimsókn

Uppselt í Fossvoginum er Danirnir koma í heimsókn