fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
433Sport

Hart deilt í Hafnarfirði: 14 ára barni bannað að vera með – „Ekki fullorðnu fólki sæmandi“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 24. júní 2020 14:00

© Frétt ehf / Daníel Rúnarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lance Campbell, faðir ungs drengs í FH, er afar ósáttur með það hvernig Haukar og þjálfari í 4. flokki karla hjá félaginu koma fram. Forsagan er sú að Lance og fjölskylda hans fluttu til Íslands í janúar. Campbell er giftur íslenskri konu og hafa þau verið búsett í Bandaríkjunum. Þau hafa komið til Íslands á sumrin en vegna veikinda í fjölskyldunni var ákveðið að flytja til Íslands.

William Cole Campbell, 14 ára sonur Lance, þykir talsvert efnilegur og var samningsbundinn Atlanta United í Bandaríkjunum þangað til í maí. Síðan þá hefur fjölskyldan beðið eftir því að William fái félagaskipti til Íslands, það hefur tekið tíma og eru þau ekki genginn í gegn. Samkvæmt Lance hefur verið sóst eftir því að William spili fyrir yngri landslið Bandaríkjanna en hann horfir frekar til þess að spila fyrir Ísland.

Lance birti pistil um málið á Facebook í gær sem vakið hefur athygli en þar fer hann yfir sögu málsins. „Sorglegur heimur sem við búum í þessa dagana, COVID 19 hefur breytt heiminum og okkar daglega lífi. Fjölskyldur hafa fundið fyrir góðu og slæmu hliðum þess. Hér á Íslandi eru hlutirnir þó að færast í eðlilegt horf. Börnin fá nú að taka þátt í íþróttum og gleyma þeirri sóttkví sem verið hefur,“ skrifar Lance á Facebook.

Á meðan beðið hefur verið eftir félagaskiptum fyrir William til Íslands hefur hann fengið að spila með FH, liðin sem hafa mætt FH hafa sýnt stöðunni skilning og leyft honum að vera með þó allir pappírar séu ekki komnir í gegnum kerfið. Haukar vilja hins vegar ekki að William spili þegar FH og Haukar mætast í 4. flokki karla í dag.

„Barnið mitt tók gleði sína á ný að geta spilað fótbolta á nýjan leik en ljótt atvik hefur komið upp. Cole hafði beðið um félagaskipti til Íslands til að spila fótbolta í sumar. Við biðum eftir að það fari í gegn, til að Cole geti spilað alla ellefu leiki sumarsins þarf hann að bíða eftir því eða fá leyfi frá þjálfurum andstæðinganna. Cole hefur spilað þrjá leiki gegn þremur af bestu liðunum. Fylkir, KR og Stjarnan gáfu öll leyfi á að hann fengi að spila,“ skrifar Lance.

,,Þau sýndu því skilning að hann væri 14 ára og á þessum flóknu tímum með COVID 19. Ég hrósa þeim þjálfurum sem gáfu honum leyfi til að spila og njóta þess.“

Hann segir málið erfitt en dóttir hans lék með Haukum áður en spilar nú með Breiðablik.

Ákvörðunin ekki hjá Frey:
Freyr Sverrisson er þjálfari 4. flokks karla hjá Haukum en hann segist ekki hafa tekið þá ákvörðun um að William yrði bannað að spila. „Það er kolrangt,“ sagði Freyr þegar hann var spurður um hvort ábyrgðin væri á hans herðum.

„Ég er í vinnu hjá barna- og unglingaráði Hauka, ég var spurður út í málið í gær en ég hef ekkert ákvörðunarvald í þessu máli. Það eru leikreglur í fótboltanum sem gilda, ef þú ert ekki löglegur þá getur þú ekki spilað. Mér var tjáð að ég mætti ekkert taka ákvörðun um slíkt af barna- og unglingaráði. Maður vill auðvitað að strákurinn geti spilað en þjálfarar geta ekkert tekið ákvörðun um slíkt.“

Freyr bendir á að ef leikmaður spilar ólöglegur og meiðist þá sé komið upp vandamál. „Ef leikmaður spilar ólöglegur og meiðist, hjá hverjum er ábyrgðin? Ég vinn bara hjá Haukum og Haukar vilja fara eftir leikreglum.“

Haukar hafa sent yfirlýsingu til foreldra sem hljóðar svona:
Heil og sæl kæra Haukafólk. Upp er komið afar leiðinlegt mál. Mál sem er hins vegar ekki á nokkurn hátt á valdsviði HAUKA. Málið snýst um leikmann FH sem ekki komin með leikheimild samkvæmt lögum og reglum Knattspyrnusambands Íslands, KSÍ. FH hefur biðlað til HAUKA að veita undanþágu fyrir leikmanninn. Sem fyrr segir er það hins vegar svo að HAUKAR hafa alls ekkert vald til að segja af eða á í svona málum og ef HAUKAR myndu veita slíka undanþágu væri félagið að brjóta reglugerð KSÍ. Sérsambandið KSÍ á að afgreiða mál af þessum toga með faglegum hætti samkvæmt sínum lögum og reglum en ekki aðildarfélög. FH ber því einfaldlega að leita til KSÍ með svona mál en ekki til HAUKA, og svo það sé sagt þá myndu HAUKAR ávallt lúta niðurstöðu KSÍ. Við kjósum að vera fagleg í okkar starfi og fylgja lögum enda mikilvægt að kenna öllum frá unga aldri að lög og reglur séu ekki til að sveigja né beygja.
Að þessu sögðu hlökkum við til að hitta ykkur síðar í dag, þegar við mætum þeim svarthvítu norðan við lækjar, og styðjum okkar stráka af háttvísi – Áfram HAUKAR!

Fær ekki að mæta vinum sínum:
Lance er afar óhress með Hauka og segir félagið ræna syni sínum því tækifæri að mæta vinum sínum. „Þjálfari Hauka hefur bannað syni mínum að spila og segir hann ólöglegan. Ég skil vel að þetta eru erkifjendur FH, en það er ekki fullorðnu fólki sæmandi að brjóta á börnum til að eiga betri möguleika á að vinna leik,“ segir faðir drengsins

„Sonur minn á góða vini í liði Hauka og voru þeir spenntir fyrir því að mætast. Það er vægast sagt subbulegt að þjálfari þessa liðs segi við leikmenn sína að þeir eigi minni möguleika á sigri ef sonur minn spilar.“

Lance skilur ekki hvaða skilaboð Haukar eru að senda með þessu. „Er þetta HM? Erum við að keppast um að komast inn á stórmót? Fáum við greitt fyrir sigur eða tap? Þegar ég athugaði málið síðast þá snýst þetta um börn. Þetta snýst um að hafa gaman og leyfa börnum að keppa til að verða betri útgáfa af sjálfum sér. Viljum við að þjálfarar sendi þessi skilaboð til barna?

„Þetta kennir börnunum að það er betra að fela sig en að berjast. Ég átti von á meiru frá Víkingaþjóðinni og KSÍ. Ég átti von á meiru frá þjálfurum sem bera ábyrgð í þessu frábæra landi. Þetta er sorglegt,“ skrifar Lance en pistill hans er í heild hér að neðan.

What a SAD, SAD world we are living in these days. The release of Covid 19 into the world has changed so much of our…

Posted by Lance Campbell on Tuesday, 23 June 2020

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Pétur Theódór snýr aftur heim til Gróttu eftir erfið meiðsli

Pétur Theódór snýr aftur heim til Gróttu eftir erfið meiðsli
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Lögreglan hefur heimsótt heimili hans fjórum sinnum á þremur dögum – „Velkomin til Norður-Kóreu“

Lögreglan hefur heimsótt heimili hans fjórum sinnum á þremur dögum – „Velkomin til Norður-Kóreu“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Nagelsmann hafnar Bayern og heldur áfram í sama starfi

Nagelsmann hafnar Bayern og heldur áfram í sama starfi
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Arteta sagður skoða þessa tvo framherja fyrir sumarið

Arteta sagður skoða þessa tvo framherja fyrir sumarið
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Norski áhrifavaldurinn nú komin með athyglisverðan titil – Sjáðu nýjustu myndir hennar

Norski áhrifavaldurinn nú komin með athyglisverðan titil – Sjáðu nýjustu myndir hennar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Stuðningsmenn Liverpool brjálaðir yfir þessari ákvörðun Klopp í kvöld

Stuðningsmenn Liverpool brjálaðir yfir þessari ákvörðun Klopp í kvöld