Staða knattspyrnufélaga er svört vegna kórónuveirunnar en Manchester United gaf út skýrslu í vikunni um málefni félagsins. Skuldir félagsins hafa hækkað um 42 prósent á síðustu vikum.
Tekjur félagsins hafa minnkað um 19 prósent miðað við sama tíma í fyrra. Félagið skuldar nú 429 milljónir punda og hafa skuldirnar hækkað um 127 milljónir punda. Skuldir félagsins eru í dollurum og hefur gengið haft þar áhrif.
Það sem vekur svo athygli að Glazer fjölskyldan sem á félagið tekur 11 milljónir punda úr félaginu til eigin nota. Glazer fjölskyldan hefur verið harðlega gagnrýnd af stuðningsmönnum félagsins fyrir að dæla peningum út úr félaginu í eigin vasa.
Ensk blöð fjalla um að stuðningsmenn United séu vægast sagt ósáttir, þeir hafa lengi gagnrýnt Glazer fjölskylduna. Félagið er skuldsett og Glazer fjölskyldan tekur mikla fjármuni úr félaginu.