fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Hannes um brúðkaupið fræga: „Fannst breytingin hér heima kristallast þar“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 15. maí 2020 09:06

Fréttablaðið / Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hannes Þór Halldórsson markvörður íslenska landsliðsins og Vals fer yfir síðasta árið í lífi sínu í helgarblaði DV sem kom út í dag. Hann gerir upp mál sem komið hafa upp og ræðir framtíðina.

Hannes gekk í raðir Vals fyrir ári síðan. Sökum þess hversu stórt nafn Hannes er í íslenskri fótboltasögu þá var athyglin á honum, mistökin sem hann gerði urðu að stórfrétt og þegar hann átti frábæra leiki þótti það sjálfsagt í augum margra.

„Ég fékk mikinn hita fyrir síðasta tímabil og ég get alveg skilið það. Mér fannst frammistaðan ekki hafa verið nálægt því að vera eins léleg og talað var um,“ sagði Hannes.

Hannes segist skilja það að umræðan sé mikil og að spjótin beinist að honum. Hann er þó á þeirri skoðun að umræðan á Íslandi hafi breyst mikið á síðustu árum. „Það er þannig að það er verið að búa til skemmtun og maður verður að sýna því skilning. Það hefur breyst í umfjöllun hér heima, umræðunni núna er stjórnað af hlaðvarpi. Þar sitja menn í einn og hálfan tíma og alls konar hlutum hent fram, menn passa sig minna. Svo er það sem er mest djúsí þar tekið og sett fram í fyrirsagnir, og fréttir verða til út frá því. Þar með verður umræðan miklu meiri um hluti sem hefðu bara fjarað út á kaffistofum í gamla daga, það eru fyrirsagnir í dag“

Allt fór á hliðina þegar hann mætti í brúðkaup
Allt fór á annan endann þegar Hannes skellti sér í brúðkaup Gylfa Þórs Sigurðssonar og Alexöndru Helgu Ívarsdóttur á síðasta ári. Hannes var að glíma við meiðsli hjá Val og þáverandi þjálfari liðsins sagði honum að skella sér út og fagna með góðum vini.

„Mér fannst breytingin á umfjöllun hér heima kristallast þar, þetta magnast upp. Það eru nokkrir hlaðvarpsþættir og þeir taka úr hvor öðrum, svo koma fréttamiðlar og taka það sem er mest djúsi. Það er alveg skiljanlegt að umræðan um þetta hafi átti sér stað,“ sagði Hannes þegar hann rifjaði upp atvikið. Atvikið varð enn stærra þegar Ólafur Jóhannesson, þá þjálfari Vals, sagðist ekki hafa hugmynd um það hvernig Hannes hefði meiðst.

„Óli er bara ólíkindatól í viðtölum og var ekkert að meina með þessu, það fauk í hann þegar hann fékk þessa spurningu. Það hefði verið hægt að afgreiða þetta eins og fór okkar á milli, hann vildi ekki taka neinn séns. Það stóð ekki til að fara þarna út og svo kom þetta upp, að ég var tæpur og stutt í leik, þá var alveg eins gott að gefa mér pásu. Hann vildi leysa þetta og sparkaði í rassinn á mér og sagði mér að fara. Það hefði vissulega verið fínt að því hefði verið haldið á lofti, Óli er stórkostlegur karakter og týpa.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Staðfestir að hann sé ekki hættur – Endurkoma á næstunni

Staðfestir að hann sé ekki hættur – Endurkoma á næstunni
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gætu neyðst til að selja vonarstjörnuna í sumar vegna fjárhagsvandræða

Gætu neyðst til að selja vonarstjörnuna í sumar vegna fjárhagsvandræða
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hraunaði yfir eigin leikmann í beinni útsendingu og lét allt flakka: Vinsæll en á ekki skilið mínútur – ,,Brást okkur öllum“

Hraunaði yfir eigin leikmann í beinni útsendingu og lét allt flakka: Vinsæll en á ekki skilið mínútur – ,,Brást okkur öllum“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Væri enn bestur í deildinni 80 ára gamall

Væri enn bestur í deildinni 80 ára gamall
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sjáðu stórkostlegt tilþrif Mbappe í gær

Sjáðu stórkostlegt tilþrif Mbappe í gær
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Guardiola: ,,Þurfum að skoða það í lok tímabils“

Guardiola: ,,Þurfum að skoða það í lok tímabils“
433Sport
Í gær

Gylfi brattur eftir sigur á uppeldisfélaginu – „Auðvelt að setja það til hliðar“

Gylfi brattur eftir sigur á uppeldisfélaginu – „Auðvelt að setja það til hliðar“
433Sport
Í gær

Sjáðu umræðurnar sem sköpuðust hér á landi í kvöld – „Greindarskerti maður“

Sjáðu umræðurnar sem sköpuðust hér á landi í kvöld – „Greindarskerti maður“