Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands vonast til þess að enska úrvalsdeildin geti farið af stað á næstu vikum.
Ensk blöð segja að Johnson vilji að boltinn fari að rúlla eftir pásu vegna kórónuveirunnar.
Johnson telur að það muni hjálpa andlegri heilsu fólks að hafa fótbolta í sjónvarpinu. Allir leiki verða í beinni útsendingu.
Enska úrvalsdeildin hefur verið í pásu í tæpa tvo mánuði vegna veirunnar en stuðningur forsætisráðherra er mikilvægur fyrir deildina.
9 umferðir eru eftir í deildini og ef tekst að klára það verður það fyrir luktum dyrum.