Kylian Mbappe var næstum búinn að semja við Real Madrid áður en COVID-19 faraldurinn kom í veg fyrir það.
Þetta segir Jerome Rothen, fyrrum leikmaður PSG, en hann er með sína heimildarmenn innan félagsins.
Mbappe er einn öflugasti sóknarmaður heims en hann er bundinn PSG til ársins 2022.
,,Ég veit að það frá fólki innan félagsins að Kylian Mbappe til Real Madrid var næstum klárt,“ sagði Rothen.
,,Miðað við það sem hefur verið í gangi þá er ég viss um að skiptunum verði frestað. Það er enginn séns að Mbappe framlengi við PSG.“