fbpx
Mánudagur 29.desember 2025
433Sport

Haukur Páll segir tapið hafa verið þungt: Það tók smá á daginn eftir

Victor Pálsson
Sunnudaginn 23. júní 2019 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Haukur Páll Sigurðsson, leikmaður Vals, var sáttur í dag eftir sigur á Grindavík í efstu deild.

Eitt mark var skorað á Origo vellinum í dag en Andri Adolphsson gerði það fyrir heimamenn.

,,Við fórum inn í þennan leik og ætluðum að halda hreinu. Við sköpum alltaf færi og vissum að við myndum gera það,“ sagði Haukur.

,,Það er alveg rétt að þetta snýst bara um að fara í hvern leik og sækja stig. Mér fannst við gera það vel í dag.“

,,Þeir eru mjög þéttir en það var lágt tempó á boltanum hjá okkur í fyrri hálfleik og allir að koma á móti boltanum, enginn að opna völlinn almennilega.“

,,Við vorum að fara í sömu svæðin en mér fannst við hækka tempóið í seinni hálfleik og vorum áræðnari. Svo þegar við komumst yfir þá klárum við þetta með þéttleika og skynsemi.“

,,Að sjálfsögðu var tapið gegn KR þungt en það þýðir ekkert. Við þurfum bara að halda áfram, það er það eina sem skiptir máli í þessu. Það tók smá á daginn eftir að vera komnir 2-0 yfir þar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Tjáir sig um manninn sem var dæmdur í bann vegna kókaíns – ,,Hann var svo ófagmannlegur“

Tjáir sig um manninn sem var dæmdur í bann vegna kókaíns – ,,Hann var svo ófagmannlegur“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Stefnir allt í að ferlinum muni ljúka í Sádi Arabíu

Stefnir allt í að ferlinum muni ljúka í Sádi Arabíu
433Sport
Í gær

Liverpool að horfa í óvænta átt fyrir janúargluggann

Liverpool að horfa í óvænta átt fyrir janúargluggann
433Sport
Í gær

Kristján Óli heyrði sögu af því að nýr þjálfari í Kópavogi hafi verið í sjokki þegar hann tók við og sá þetta

Kristján Óli heyrði sögu af því að nýr þjálfari í Kópavogi hafi verið í sjokki þegar hann tók við og sá þetta