fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
433Sport

Ólafur fékk tækifæri sem marga dreymir um: ,,Kem þangað úr gamla skólanum á Íslandi“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 7. apríl 2019 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur hefur hafið göngu sína en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir.

Rætt verður um fótbolta við áhugaverða gesti í vetur, farið verður um víðan völl.

Gestur þáttarins að þessu sinni er Ólafur Ingi Skúlason sem er 35 ára gamall en hann hefur átt magnaðan feril, byrjaði hann með Fylki en hélt síðan til Arsenal.

Ólafur fékk rosalegt tækifæri er hann var 18 ára gamall og gerði samning við enska stórliðið Arsenal.

Það er heldur betur stórt skref en Arsenal er eitt stærsta lið Englands og hefur verið í fjölmörg ár.

Ólafur var og er enn aðdáandi Arsenal en hann vissi það sjálfur að mikið þyrfti að ganga upp ef hann ætlaði að spila fyrir aðalliðið.

,,Maður hefur oft hugsað eftir á, þetta kannski öðruvísi í dag en á þeim tíma þá var ekki eins og ég væri tilboð frá fjórum eða fimm öðrum liðum,“ sagði Ólafur.

,,Ég var ekkert með tilboð frá einhverju liði í Hollandi, ef ég hefði sagt nei við þeim þá hefði ég getað sagt: ‘ég sagði nei við Arsenal, ætliði ekki að gefa mér samning?’

,,Ég tók því bara eins og þetta væri möguleiki fyrir mig og ég var sjálfur Arsenal aðdáandi og hugsaði bara: ‘ef ég geri þetta ekki að þá myndi ég sjá eftir þessu alla ævi.’

,,Ég vissi að það yrði erfitt að brjótast inn og ég var ekkert brenglaður með það. Ég vissi að það þyrfti gríðarlega mikla vinnu og heppni til að brjótast inn í aðalliðið.“

,,Á sama tíma þá hugsaði ég líka að það væri hvergi betra að læra að spila fótbolta á réttan hátt. Ég kem þangað algjörlega úr gamla skólanum á Íslandi þar sem er kraftur og barátta.“

,,Þarna var bara gríðarlegur potential fyrir mig að læra að spila fótbolta eins og hann á að vera spilaður.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Þetta hafði þjóðin að segja um leikinn – „Það sýður á mér“

Þetta hafði þjóðin að segja um leikinn – „Það sýður á mér“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Einkunnir leikmanna Íslands eftir magalendingu í Thun

Einkunnir leikmanna Íslands eftir magalendingu í Thun
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Gyokeres vill slíta öll tengsl við Portúgal og sparkar kærustunni

Gyokeres vill slíta öll tengsl við Portúgal og sparkar kærustunni
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Stelpurnar okkar fengu frábærar móttökur fyrir fyrsta leik – Myndband

Stelpurnar okkar fengu frábærar móttökur fyrir fyrsta leik – Myndband
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Liverpool hafnaði öllu samtali við Bayern og sagði kantmanninn ekki til sölu

Liverpool hafnaði öllu samtali við Bayern og sagði kantmanninn ekki til sölu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

United tapar milljónum punda – Varð ljóst þegar félagið birti þessa mynd í gær

United tapar milljónum punda – Varð ljóst þegar félagið birti þessa mynd í gær
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ekkert að gerast hjá Arsenal og Gyokeres

Ekkert að gerast hjá Arsenal og Gyokeres
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þór Bæring leitar að fyrsta sigrinum í fjórðu tilraun – „Það var aldrei að fara að klikka“

Þór Bæring leitar að fyrsta sigrinum í fjórðu tilraun – „Það var aldrei að fara að klikka“