fbpx
Þriðjudagur 14.maí 2024
433Sport

Kjartan varpar sprengju sem erfitt er að lesa í: Er þetta skot á landsliðsþjálfarana?

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 19. mars 2019 16:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörður Snævar Jónsson skrifar frá Peralada á Spáni:

Kjartan Henry Finnbogason framherji Vejle, í Danmörku virðist óhress með valið á íslenska landsliðinu og að hann sé ekki í myndinni.

Kjartan Henry var í umræðunni áður en fyrsti landsliðshópurinn fyrir undankeppni EM var valinn á fimmtudag, í síðustu viku.

Hann var ekki í þeim hóp sem kom mörgum á óvart enda aðeins, tveir framherjar í hópnum. Alfreð Finnbogason og Björn Bergmann Sigurðarson, eru í hópnum.

Það kom mörgum á óvart í dag þegar Viðar Örn Kjartansson, var kallaður inn í hópinn en hann hafði hætt með landsliðinu á síðasta ári. Hann hafði hins vegar sagt að hann myndi íhuga endurkomu.

Viðar gekk svo í raðir Hammarby um helgina og var kallaður inn í hópinn í dag fyrir leiki í undankeppni EM, þar sem liðið mætir Andorra og Frakklandi. Ekki hefur fengist skýring á því af hverju Viðar er kallaður inn í hópinn.

Kjartan virtist tjá sig með fremur einföldum hætti á Twitter í dag þegar hann birti færslu, með tjámerki sem lokar á sér munninum. Færsla Kjartans hefur fengið mikil viðbrögð, hana má sjá hér að neðan.

Ætla má að Kjartan sé með þessu að lýsa yfir óánægju sinni með þá staðreynd að Erik Hamren horfir framhjá honum.

Hvað er Kjartan að meina með þessu?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ræddu holdarfar Ísaks og eru hissa á því hversu þéttur hann er – „Ég var í sjokki að sjá hann“

Ræddu holdarfar Ísaks og eru hissa á því hversu þéttur hann er – „Ég var í sjokki að sjá hann“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Gylfi Þór og Viktor Unnar eignast hlut í Tækniþjálfun – Mun nú bera nafn Gylfa

Gylfi Þór og Viktor Unnar eignast hlut í Tækniþjálfun – Mun nú bera nafn Gylfa
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sjónvarpskonan lét rúmfötin ekki slá sig út af laginu – „Fæ ég afslátt?“

Sjónvarpskonan lét rúmfötin ekki slá sig út af laginu – „Fæ ég afslátt?“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Er Cristiano Ronaldo að snúa aftur til Evrópu? – Heitasta liðið sagt hafa áhuga

Er Cristiano Ronaldo að snúa aftur til Evrópu? – Heitasta liðið sagt hafa áhuga
433Sport
Í gær

Umboðsmaður framherjans unga var á Old Trafford í boði United í gær

Umboðsmaður framherjans unga var á Old Trafford í boði United í gær
433Sport
Í gær

Hitti leikmann United á föstudag – Þetta er maðurinn sem hópurinn telur að taki við

Hitti leikmann United á föstudag – Þetta er maðurinn sem hópurinn telur að taki við