Zlatan Ibrahimovic hefur skotið létt á kollega sinn Cristiano Ronaldo sem leikur með Juventus.
Ibrahimovic er að snúa aftur til Ítalíu en hann mun semja við AC Milan þar sem hann lék á sínum tíma.
Zlatan segir að það sé aðeins einn ‘sannur Ronaldo’ og það er hinn brasilíski sem gerði garðinn frægan með Real Madrid og Barcelona.
,,Mun ég finna hinn eina sanna Ronaldo á Ítalíu? Nei, það er bara einn Ronaldo og hann er frá Brasilíu,“ sagði Zlatan.
,,Ég myndi segja að Ronaldo væri minn uppáhalds framherji. Hann var gott dæmi um hvað fótbolti er.“