fbpx
Mánudagur 22.desember 2025
433Sport

Sara grét mikið eftir að læknir tjáði henni að hún gæti orðið flugfreyja

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 24. desember 2019 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sara Björk Gunnarsdóttir, ein fremsta knattspyrnukona í sögu Íslands segir áhugaverða sögu í bók sinni sem var að koma út. Sara gerir upp feril sinn í þessari merkilegu sögu.

Þegar Sara var í 9 bekk í grunnskóla, þá slasaðist hún illa. Hún hafði verið í skólaferðalagi og var sárþjáð eftir boltaleik með krökkunum. Hún hélt til Reykjavíkur með foreldrum sínum og þar kom fyrsta höggið. Á þessum tíma vissu margir að Sara væri ein efnilegasta íþróttakona landsins.

Hún ræddi málið við Dr. Football og minnist á orð sem einn læknir sagði við hana.

,,Ég hélt sjálf að þetta væri búið, það var einn bæklunarlæknir sem sagði mér að ég gæti orðið flugfreyja. Ég grét eins og ég veit ekki hvað eftir á, hann sagði mér að þetta væri búið,“
sagði Sara Björk við Dr. Football.

,,Þá fékk ég annað álit, það gekk ótrúlega vel. Ég hef aldrei fundið fyrir neinu eftir það, ekkert vesen síðan. Ég var ung og fékk góða styrktarþjálfun, verð meðvituð hvað ég þarf að gera fyrir líkamann á mér. Fór að hugsa vel um sjálfan mig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Ársþingið fyrir austan í lok febrúar

Ársþingið fyrir austan í lok febrúar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Elías Már skrifar undir í Víkinni

Elías Már skrifar undir í Víkinni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Túfa hafnaði ÍBV og er á leið til Svíþjóðar

Túfa hafnaði ÍBV og er á leið til Svíþjóðar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Slot þurfti enn og aftur að svara spurningum um Salah

Slot þurfti enn og aftur að svara spurningum um Salah