fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

Mætti með rándýrt úr upp á sjúkrahús til Arons Einars

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 18. desember 2019 11:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands og leikmaður Al-Arabi er að jafna sig af meiðslum sem hann varð fyrir í október, meiðslin voru nokkuð alvarleg.

Fyrirliðinn er að koma til baka og ætti að vera leikfær í upphafi árs, góð tíðindi fyrir Al-Arabi sem hefur verið í veseni án Arons.

Þegar Aron meiddist þá kom gamall liðsfélagi hans á sjúkrahúsið og færði honum veglega gjöf. Aron hafði þá farið í aðgerð.  „Ég lenti í því sjálfur þegar ég meiðist. Það var strákur sem ég var að spila, með sem hætti reyndar eftir undirbúningstímabilið. Hann mætti upp á spítala með þrjú ilmvötn og úr upp á fimm þúsund dollara,“ segir Aron Einar í viðtali við Ísland í dag.

,,Það var ekki eins og maður hefði bara farið í litla aðgerð, það komu allir í heimsókn. Þetta eru ólíkar menningarheimar.“

Aron segir að mikil gjafmild sé í heimamönnum. ,,Það sýnir það að honum þótti vænt um mig og fann til með mér að vera uppi á sjúkrahúsi. Í trúnni eiga þeir að sjá um vini sína og þá sem minna mega sín,“ segir Aron.

Aron segir lífið ljúft í Katar. „Eftir að við fluttum þangað hef ég haft meiri tíma fyrir þau. Það er ekki jafn mikið af ferðalögum þar sem þetta er mjög lítið land og ekki jafn mikið af leikjum og álag eins og á Englandi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sjáðu markið: Hólmar kom Val yfir eftir frábæra hornspyrnu Gylfa

Sjáðu markið: Hólmar kom Val yfir eftir frábæra hornspyrnu Gylfa
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Nóg að gera í Hafnarfirði – Skiptast á leikmönnum við Val fyrir stórleikinn og selja Harald aftur til Fram

Nóg að gera í Hafnarfirði – Skiptast á leikmönnum við Val fyrir stórleikinn og selja Harald aftur til Fram
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

KSÍ segir samtalið um Laugardalsvöll jákvætt

KSÍ segir samtalið um Laugardalsvöll jákvætt
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Væntanlegur stjóri Liverpool er harðhaus – Gerði Simeone trylltan en óttaðist ekkert

Væntanlegur stjóri Liverpool er harðhaus – Gerði Simeone trylltan en óttaðist ekkert
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ólafur Karl Finsen orðinn leikmaður Vals

Ólafur Karl Finsen orðinn leikmaður Vals
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Stuðningsmenn United margir að fá nóg – Skila inn miðum fyrir leik kvöldsins

Stuðningsmenn United margir að fá nóg – Skila inn miðum fyrir leik kvöldsins
433Sport
Í gær

Toddi fundaði með Infantino í París – Þessi mál voru á dagskrá

Toddi fundaði með Infantino í París – Þessi mál voru á dagskrá
433Sport
Í gær

Eiginkonan umdeilda tjáði sig í gærkvöldi – Hefur áður kallað eftir brottrekstri

Eiginkonan umdeilda tjáði sig í gærkvöldi – Hefur áður kallað eftir brottrekstri