fbpx
Þriðjudagur 04.ágúst 2020
433Sport

Stefán Birgir minnist pabba síns: Safnar fyrir móður sína – „Kletturinn sem lét endana mætast er skyndilega horfinn“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 12. desember 2019 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Það er ekki til sá tími sem að “hentar” til þess að kveðja ástvin en ef það er hægt að hugsa sér þann versta þá væri það líklega núna þegar að jólin eru að renna í hlað. Þann 24. Nóvember var hann pabbi minn bráðkvaddur á draumaheimili hans og mömmu sem þau lögðu af stað með að byggja í kringum aldarmótin,“ svona hefst pistill sem Stefán Birgir Jóhannesson, leikmaður Njarðvíkur í fótbolta, skrifar á Facebook og birtur er með leyfi hans hér. Stefán lék 21 leik með Njarðvík í 1. deild karla í sumar og skoraði í þeim leikjum fjögur mörk.

Páll Heimir Pálsson, faðir hans lést þann 24 nóvember en hann og Bryndís Skaftadóttir, móðir Stefáns höfðu verið að byggja upp draumaheimlið sitt og það var langt komið. Stefán vill reyna að létta undir áhyggjur hennar á þessum erfiðu tímum, og hefur sett af stað söfnun.

Páll Heimir greindist með krabbamein í lunga í maí og fór í alla meðferðir sem honum var ráðlagt að fara í. Hann fékk svo góðar fréttir 11 nóvember, sem voru þær að æxlið hafði minnkað um 3 sentimetra. Þrettán dögum síðar lést Páll Heimir. Hann fékk blóðtappa í lungað sem var þannig, að ekkert var hægt að gera til þess að fá hann til baka. Páll var merkilegur maður, hann var menntaður myndlistarmaður og málaði meðal annars stórt málverk sem að prýddi ganga Menntaskólans við Sund í mörg ár og á seinni árum þá vann hann sjálfstætt við að teikna hús í Reykjavík, í þrívídd. Hann hafði getið sér gott orð fyrir það erlendis og var talinn einn af þeim bestu í greininni.

Páll Jökull Pálsson vinstra megin við Pál Heimi og Hrafn Jökull Pálsson, synir hans.

,,Kletturinn sem lét endana mætast er skyndilega horfinn og enginn veit eiginlega í hvorn fótinn á að stíga. Það að mamma og pabbi hafi látið hlutina ganga upp með 5 börn á heimili og tekjurnar óreglulegar er erfitt að orða öðruvísi en að það sé kraftaverk. Þar var pabbi lykillinn. Núna stendur mamma ein eftir með 3 börn sem hún þarf að sjá fyrir og draumahúsið hennar og pabba sem á svo stutt í að vera tilbúið,“ skrifar Stefán og heldur síðan áfram.

,,Það sem ég er að reyna að koma mér að er að ég hef sett upp styrktarreikning fyrir hana mömmu til þess að hjálpa henni með alla óvissuna sem er framundan og friða huga hennar af fjárhagslegum áhyggjum og vonandi geta gefið henni tækifæri til þess að ljúka við draumahúsið hennar og pabba,“

,,Tekið er við frjálsum framlögum og rennur allur sjóðurinn óskiptur beint til mömmu. Margt smátt gerir eitt stórt.“

Kennitala: 180193-2009
Rkn nr: 0142-05-072111

Stefán minnist pabba síns með hlýhug. ,,Það sem pabbi var svo hvað stoltastur af var hans nýjasta verkefni sem var að teikna upp fyrsta húsið sem að var byggt á Íslandi. Hann var svo hreykinn af því að það hafi verið leitað til hans fyrir það verkefni. Hér er mynd af því frá honum,“ sagði Stefán en myndina má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

433Sport
Fyrir 2 dögum

Arsenal eru bikarmeistarar eftir sigur á Chelsea – Komast í Evrópudeildina

Arsenal eru bikarmeistarar eftir sigur á Chelsea – Komast í Evrópudeildina
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hinn 9 ára Jökull vekur athygli stórstjörnu – Tugir þúsunda hafa séð Jökul leika listir sínar

Hinn 9 ára Jökull vekur athygli stórstjörnu – Tugir þúsunda hafa séð Jökul leika listir sínar
433Sport
Fyrir 2 dögum

„Við verðum fara aft­ur af stað sem fyrst“ segir Jóhann um fótboltann á Íslandi

„Við verðum fara aft­ur af stað sem fyrst“ segir Jóhann um fótboltann á Íslandi
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndirnar: Leikmenn Liverpool í nýju Nike treyjunni

Sjáðu myndirnar: Leikmenn Liverpool í nýju Nike treyjunni
433Sport
Fyrir 4 dögum

Hrákamál Samherja vindur upp á sig – Gísli vill afsökunarbeiðni – „Ásakanir um falsfréttir, við líðum það ekki“

Hrákamál Samherja vindur upp á sig – Gísli vill afsökunarbeiðni – „Ásakanir um falsfréttir, við líðum það ekki“
433Sport
Fyrir 4 dögum

Engir áhorfendur á leikjunum í kvöld – Leikjum næstu viku frestað

Engir áhorfendur á leikjunum í kvöld – Leikjum næstu viku frestað