fbpx
Mánudagur 01.júní 2020
433Sport

Kolbeinn Sigþórsson byrjar hjá AIK í dag: Félagið skoðaði handtökuna – Ekki sökudólgur

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 2. nóvember 2019 11:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbeinn Sigþórsson er í byrjunarliði AIK, gegn Sundsvall í sænsku úrvalsdeildinni í dag. Um er að ræða síðustu umferðina í deildinni.

Sagt var frá því í Expressen í gær að leikmaður í sænsku deildinni hafi verið handtekinn í Stokkhólmi í vikunni. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er um að ræða Kolbein Sigþórsson, landsliðsframherja Íslands.

Í frétt Expressen kemur fram að leikmaðurinn hafi á miðvikudag verið handtekinn. Hann hafi verið ölvaður og átt í deilum við dyravörð í Stokkhólmi. Um er að ræða Kolbein Sigþórsson, hinn 29 ára gamla landsliðsmann í knattspyrnu. Sagt er að Kolbeinn hafi verið lengi fram eftir á næturlífinu og veitt mótspyrnu við handtöku. Hann var handtekinn klukkan 03:00 samkvæmt frétt Expressen. Kolbeinn var settur í fangageymslu en AIK, lið Kolbeins neitar að tjá sig.

Fótbolti.net kveðst hafa heimildir fyrir því að Kolbeinn sé saklaus í málinu, þar segir. ,,Samkvæmt heimildum Fótbolta.net þá skoðaði AIK atvikið gaumgæfilega og taldi þjálfari liðsins að ekki ætti að refsa íslenska landsliðsmanninum. Hann er ekki talinn sökudólgur í þeim látum sem áttu sér stað.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 2 dögum

Klopp grátbiður stuðningsmenn Liverpool að vera heima

Klopp grátbiður stuðningsmenn Liverpool að vera heima
433Sport
Fyrir 2 dögum

Geir er grjótharður rekstrarmaður: „Enginn þvingaður í neitt upp á Skaga“

Geir er grjótharður rekstrarmaður: „Enginn þvingaður í neitt upp á Skaga“
433Sport
Fyrir 3 dögum

KSÍ dælir 100 milljónum í félögin

KSÍ dælir 100 milljónum í félögin
433Sport
Fyrir 3 dögum

Rodgers fékk veiruna og segir hana hræðilega: „Ég fann enga lykt“

Rodgers fékk veiruna og segir hana hræðilega: „Ég fann enga lykt“
433Sport
Fyrir 3 dögum

Möguleiki á því að Liverpool verði meistari á heimavelli City

Möguleiki á því að Liverpool verði meistari á heimavelli City
433Sport
Fyrir 3 dögum

Saga Hörpu sem er tvítug kallar fram tár bros og takkaskó – „Stolt af sjálfri mér“

Saga Hörpu sem er tvítug kallar fram tár bros og takkaskó – „Stolt af sjálfri mér“