Ef mark má taka á hlaðvarpsþættinum. Dr. Football hefur Damir Muminovic áhuga á að fara frá Breiðablik í vetur. Þar er sagt að Damir sé að daðra við önnur lið.
Damir hefur verið einn besti miðvörður deildarinnar síðustu ár. Hann kom til Blika árið 2014 og hefur verið öflugur.
Hjörvar Hafliðason, stjórnandi Dr. Football segir að ummæli Thomas Mikkelsen, framherja félagsins um að hann væri hátt launaður á Íslandi. Hafi skapað vanda. ,,Þetta býr til titring, Damir er núna að skoða sín mál. Ég er búinn að heyra þetta frá þremur liðum,“ sagði Hjörvar í þætti dagsins.
Damir er með samning við Blika út næsta ár, hann má því ekki ræða við önnur félög. ,,Hann er samningsbundinn. Ég þarf að láta hann heyra það, þá fer hann að einbeita sér að Blikunum,“ sagði Kristján Óli Sigurðsson, fyrrum leikmaður Blika í þættinum.
Hjörvar segir að Valur og FH vilji fá Damir. ,,Einhverjir tala um Val, FH. Af hverju er verið að ræða þetta?.“
Ólafur Kristjánsson fékk Damir til félagsins en síðan hafa Guðmundur Benediktsson, Arnar Grétarsson, Milos Milojevic, Ágúst Gylfason og nú Óskar Hrafn Þorvaldsson stýrt liðinu.