fbpx
Miðvikudagur 07.janúar 2026
433Sport

Funduðu í gær eftir að Kolbeinn var handtekinn: „Ég hef upplýsingar um málið og við tökum á þessu“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 1. nóvember 2019 14:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sagt var frá því í Expressen að leikmaður í sænsku deildinni hafi verið handtekinn í Stokkhólmi í vikunni. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er um að ræða Kolbein Sigþórsson, landsliðsframherja Íslands.

Mikil umræða er um málið í Svíþjóð en samkvæmt fréttinni var Kolbeinn handtekinn, 03:00 á miðvikudag. Sænska úrvalsdeildin klárast á morgun. Ekki er talið að Kolbeinn komi við sögu í leiknum, ef marka má umræðuna í Svíþjóð.

Kolbeinn Sigþórsson handtekinn í Svíþjóð

,,Ég veit að hann endaði í fangaklefa, það er það eina sem ég veit. Að hann hafi veitt mótspyrnu við handtöku, hef ég ekki heyrt,“ segir formaður AIK við Expressen um málið.

,,Við funduðum í gærkvöldi vegna málsins. Það er ákvörðun þjálfarans um hvort hann spili um helgina.“

Yfirmaður knattspyrnumála hjá AIK ræddi einnig við Expressen. ,,Við vitum af atvikinu, við teljum þær upplýsingar réttar. Við tökum á þessu máli hér,“ sagði hann við blaðið.

,,Ég vil ekki ræða einstaka leikmenn, ég hef upplýsingar um málið og við tökum á þessu.“

Kolbeinn Sigþórsson handtekinn í Svíþjóð

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Eiginkonan hélt framhjá með bróður hans í átta ár – Svona hefndi hann sín

Eiginkonan hélt framhjá með bróður hans í átta ár – Svona hefndi hann sín
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Semenyo kynntur á föstudaginn

Semenyo kynntur á föstudaginn
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fær harða gagnrýni í heimalandinu eftir brottreksturinn – Barnalegur og þrjóskur

Fær harða gagnrýni í heimalandinu eftir brottreksturinn – Barnalegur og þrjóskur
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum
Starf Edu strax í hættu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Rekinn eftir aðeins átta leiki og reynsluboltinn ráðinn í annað sinn á tímabilinu

Rekinn eftir aðeins átta leiki og reynsluboltinn ráðinn í annað sinn á tímabilinu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

City ætlar að taka slaginn við Liverpool

City ætlar að taka slaginn við Liverpool
433Sport
Í gær

Amorim og leikmaður United í hár saman á æfingu á dögunum

Amorim og leikmaður United í hár saman á æfingu á dögunum
433Sport
Í gær

Þungavigtarbikarinn rúllar af stað á laugardag – Svakalegur nágrannaslagur í fyrstu umferð

Þungavigtarbikarinn rúllar af stað á laugardag – Svakalegur nágrannaslagur í fyrstu umferð