Bayern Munchen er búið að hafa samband við miðjumanninn Christian Eriksen samkvæmt nýjustu fregnum.
Eriksen er sagður vera óánægður í herbúðum Tottenham og verður samningslaus næsta sumar.
Hann hefur ekki viljað skrifa undir nýjan samning í London og má ræða við nýtt félag í janúar.
Bayern ætlar sér að tryggja þjónustu danska landsliðsmannsins sem er þó afar eftirsóttur.
Mörg stórlið fylgjast með gangi mála hjá Eriksen sem leitar að nýrri áskorun eftir mörg ár hjá félaginu.