fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
433Sport

Vardy fjölskyldan í rúst eftir opinberun Coleen Rooney: Grátur, lögfræðingar og snúa heim úr fríi

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 10. október 2019 09:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rebekah Vardy og eiginmaður hennar Jamie Vardy eru hætt við að eyða næstu dögum í Dubai, það er eftir opinberun Coleen Roony á því hvaðan lekinn úr hennar fjölskyldu í ensk götublöð hefur komið.

Enska götublaðið The Sun hefur síðustu ár flutt mikið af fréttum af Coleen Rooney og eiginmanni hennar, Wayne Rooney. Til að byrja með voru fréttirnar allt um persónulegt líf þeirra hjóna. Til að byrja með voru fréttir The Sun allar réttar, upplýsingarnar komu eftir að Coleen Rooney, hafði deilt upplýsingum með nánum vinum á Instagram.

Coleen skildi ekki af hverju allar þessar upplýsingar rötuðu í The Sun, hún var aðeins með nána vini á þessum lokaða Instagram reikningi. Það kom því ekkert annað til greina en að vinkona eða vinur hennar væri að leka upplýsingum í blaðið.

Vinur Rooney hjónanna gómaður af Coleen: Hefur lekið öllu í The Sun – Eiginkona knattspyrnumanns

Coleen greindi svo frá því í gær að það væri aðeins aðgangur Rebakah Vardy á Instagarm sem kæmi til greina. Vardy var fljót til svara og sagði marga hafa aðgang að Instagram aðgangi sínum, fáir kaupa þá afsökun hennar.

Vardy hjónin ætluðu að eyða næstu dögum í Dubai en Rebekah er ófrísk, þau eru hætt við það og eru á leið heim aftur. Vardy og Wayne Rooney, eiginmaður Coleen lék lengi vel saman með enska landsliðinu.

Rebekah er afar ósátt með að Coleen hafi gert málið opinbert og grét í allan gærdag, ef marka má Daily Mail. Þá hefur hún rætt við lögfræðinga og íhugar að lögsækja Coleen. Hún er einnig sögð skoða hverjir geti hafa deilt upplýsingum Coleen frá reikningi sínum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Þetta hafði þjóðin að segja um leikinn – „Það sýður á mér“

Þetta hafði þjóðin að segja um leikinn – „Það sýður á mér“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Einkunnir leikmanna Íslands eftir magalendingu í Thun

Einkunnir leikmanna Íslands eftir magalendingu í Thun
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Gyokeres vill slíta öll tengsl við Portúgal og sparkar kærustunni

Gyokeres vill slíta öll tengsl við Portúgal og sparkar kærustunni
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Stelpurnar okkar fengu frábærar móttökur fyrir fyrsta leik – Myndband

Stelpurnar okkar fengu frábærar móttökur fyrir fyrsta leik – Myndband
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Liverpool hafnaði öllu samtali við Bayern og sagði kantmanninn ekki til sölu

Liverpool hafnaði öllu samtali við Bayern og sagði kantmanninn ekki til sölu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

United tapar milljónum punda – Varð ljóst þegar félagið birti þessa mynd í gær

United tapar milljónum punda – Varð ljóst þegar félagið birti þessa mynd í gær
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ekkert að gerast hjá Arsenal og Gyokeres

Ekkert að gerast hjá Arsenal og Gyokeres
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þór Bæring leitar að fyrsta sigrinum í fjórðu tilraun – „Það var aldrei að fara að klikka“

Þór Bæring leitar að fyrsta sigrinum í fjórðu tilraun – „Það var aldrei að fara að klikka“