Fimmtudagur 23.janúar 2020
433Sport

Fyrirliði Frakklands vanmetur ekki Ísland þrátt fyrir tvo atvinnulausa og þrjá í áhugamannadeild

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 10. október 2019 17:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Raphael Varane, varnarmaður Real Madrid verður fyrirliði Frakklands gegn Íslandi á morgun. Hann er brattur fyrir leikinn, hann vanmetur ekki íslenska liðið.

,,Það er erfitt að koma hingað. Ísland er með gott lið á heimavelli, það má búast við erfiðum leik,“ sagði Varane á fréttamannafundi í Laugardalnum í kvöld.

Kalt er á Íslandi miðað við það sem Varane og fleiri leikmenn Frakklands venjast. ,,Veðrið truflar okkur ekki, það er kalt og vindur. Það gerir leikinn kannski erfiðari en við erum klárir í það

Paul Pogba, Kylian Mbappe og fyrirliði liðsins alla jafna, Hugo Lloris eru fjarverandi. Skiptir það máli? ,,Það skiptir auðvitað máli að mikilvægir menn séu ekki hérna, við eigum ekki að breyta neinu er varðar stíl okkar. Hópurinn okkar er sterkur og það kemur maður í manns stað.“

Varane var spurður að því hvort það væri skandall í hans huga ef Frakkar færu ekki með þrjú stig úr Laugardalnum. Ísland væri með tvo leikmenn án félags og þrjá sem spila í áhugamannadeildinni, Pepsi Max-deild karla hér heima.

Birkir Bjarnason og Emil Hallfreðsson eru án félags og þá leika Kári Árnason, Hannes Þór Halldórsson og Birkir Már Sævarsson hér heima. ,,Það breytir engu, við vanmetum eki Ísland. Þetta er gott lið, við búumst mjög erfiðan leik. Við þekkjum til Íslands, hann er mikilvægur þessi leikir. Leggjum allt í sölurnar til að vinna hann.“

,,Við búumst við líkamlega erfiðum leik, við ætlum að spila okkar leik. Láta boltann ganga hratt, við gætum þess að passa okkur á föstum leikatriðum þeirra.“

Varane staðfesi hver stæði í markinu á morgun í fjarveru Lloris. ,,Steve Mandanda, við treystum honum vel. Hann er jákvæður og góður karakter að spila með.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Myndi íhuga að spila með Real Madrid – Var í tíu ár hjá Barcelona

Myndi íhuga að spila með Real Madrid – Var í tíu ár hjá Barcelona
433Sport
Í gær

Björn Bergmann samdi við APOEL

Björn Bergmann samdi við APOEL
433Sport
Í gær

Svakaleg dramatík í ensku úrvalsdeildinni: Klúður tímabilsins hjá Everton – Aguero hetja City

Svakaleg dramatík í ensku úrvalsdeildinni: Klúður tímabilsins hjá Everton – Aguero hetja City
433Sport
Í gær

Bale aftur til Tottenham? – Veðbankar búnir að loka

Bale aftur til Tottenham? – Veðbankar búnir að loka