fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
433

Rekinn frá Milan eftir aðeins 111 daga í starfi

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 8. október 2019 20:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

AC Milan á Ítalíu hefur ákveðið að reka stjóra sinn Marco Giampaolo en þetta var staðfest í dag.

Giampaolo tók aðeins við Milan fyrr á þessu ári en hann var nú rekinn eftir 2-1 sigur gegn Genoa um helgina.

Þrátt fyrir sigur þá ákvað stjórn liðsins að láta Giampaolo fara eftir hörmulegt gengi í byrjun.

Milan er í 13. sæti ítölsku deildarinnar með aðeins níu stig eftir sjö leiki.

Liðið er nú þegar tíu stigum á eftir toppliði Juventus og er útlitið ekki bjart.

Giampaolo entist aðeins 111 daga í starfi hjá Milan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Innbrotsþjófar sem rændu fyrir 200 milljónir borga 167 krónur í sekt fyrir það

Innbrotsþjófar sem rændu fyrir 200 milljónir borga 167 krónur í sekt fyrir það
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fyrrum starfsmaður City segir að stóri dómurinn falli á næstunni

Fyrrum starfsmaður City segir að stóri dómurinn falli á næstunni