fbpx
Miðvikudagur 20.mars 2019
433Sport

Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg er heppinn að vera með sjón: Þetta gerðist þegar hann var að fikta með flugelda

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 25. janúar 2019 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson getur í raun verið þakklátur fyrir að geta spilað fótbolta og að hann sé með fulla sjón. Þegar Jóhann var á táningsaldri þá var hann að fikta með flugelda. Eitthvað sem hann segir að sé afar heimskulegt og biðlar til fólks að sleppa því að gera slíkt.

Jóhann var á táningsaldri þegar hann og Skarphéðinn Njálsson, æskuvinur hans voru að taka í sundur skottertu sem hét Víti, þeir voru svo að fikta með púðrið og kveikja í því þegar allt fór fjandans til.

Sprengjan sprakk í andlit Jóhanns sem brann illa, hann var heppinn að sjón hans skertist ekkert. Hann brenndist illa í andliti, öll hár á andliti hans brunnu og hárið á hausnum var illa leikið.

,,Ég var að fikta með einhverja Vítis-sprengju, ég og félagi minn Skarphéðinn vorum að taka hana í sundur, eitthvað sem þú átt ekki að vera að gera og kveikja í púðrinu,“ sagði Jóhann í hlaðvarpsþættinum 90 mínútur sem Hörður Snævar Jónsson stýrir.

,,Ég stóð yfir þessu og það kviknar strax í og beint upp í andlitið á mér. Ég er heppinn í dag, ég fór upp á spítala. Það var einhver snjókoma og ég þurfti að kæla þetta strax og var kominn með andlitið ofan í skaflinn, að reyna að bjarga þessu.“

Jóhann er þakklátur fyrir að ekkert hafi gerst fyrir augun á honum, hefði slíkt gerst er ólíklegt að hann væri á þriðja ári sínu í bestu knattspyrnudeild í heimi, ensku úrvalsdeildinni.

,,Peysan var öll farin og hárið var sviðið. Í dag er ég ótrúlega heppinn að þetta hafi ekki farið í augun á mér, eða að ég sé með ör og allan pakkann. Ég er gríðarlega þakklátur fyrir það.“

,,Ég fór til systur minnar fyrst, hún var að passa í næsta húsi, ég hélt að ég gæti reddað þessu eitthvað en andlitið á mér var bara í tómu tjóni. Hún sagði að við þyrftum bara að fara til mömmu og pabba og ég fór upp á spítala,“ sagði Jóhann en ferðin á spítalann er eftirminnileg. ,,Ég var með hausinn út um gluggann allan tímann til að kæla á mér andlitið.“

,,Eftir á þá reddaðist allt en maður á ekki að vera að taka flugelda í sundur, það er alveg ljóst.“

Þáttinn má heyra í heild hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Alfreð varð faðir í annað sinn á dögunum: Aðeins minni svefn – ,,Ég er með gríðarlega skilningsríka konu“

Alfreð varð faðir í annað sinn á dögunum: Aðeins minni svefn – ,,Ég er með gríðarlega skilningsríka konu“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Rúnar mun lengur að jafna sig en búist var við: ,,Hundleiðinlegt hvernig hefur gengið“

Rúnar mun lengur að jafna sig en búist var við: ,,Hundleiðinlegt hvernig hefur gengið“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Viðar Örn var hættur með landsliðinu: Nú er búið að kalla hann inn í hópinn

Viðar Örn var hættur með landsliðinu: Nú er búið að kalla hann inn í hópinn
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þetta gerðist síðast þegar Ísland heimsótti Andorra: Markaskorararnir báðir með á föstudag

Þetta gerðist síðast þegar Ísland heimsótti Andorra: Markaskorararnir báðir með á föstudag
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ógleði á æfingu landsliðsins á Spáni: ,,Djöfullsins skítalykt er þetta“

Ógleði á æfingu landsliðsins á Spáni: ,,Djöfullsins skítalykt er þetta“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Allir leikmenn landsliðsins með á æfingu í dag – Jóhann Berg æfði með hlífar á kálfunum

Allir leikmenn landsliðsins með á æfingu í dag – Jóhann Berg æfði með hlífar á kálfunum