Eins og allir vita þá fer fram stórleikur á morgun en leikið er til úrslita í Meistaradeild Evrópu.
Leikurinn fer fram í Madríd en Tottenham og Liverpool eigast við á Wanda Metropilitano vellinum.
Það má búast við því að flestir Íslendingar stilli inn og muni fylgjast með þessari spennandi viðureign.
Það eru fjölmargir stuðningsmenn Liverpool hér á landi og að sjálfsögðu aðrir sem halda með Tottenham.
Fyrir þá sem vita það ekki þá verður úrslitaleikurinn sjálfur sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport.
Það er rólegt kvöld í boltanum á morgun en þessi leikur hefst klukkan 19:00 og hvetjum við alla til að fylgjast með.