Erik Hamren hefur valið hóp sinn fyrir afar mikilvæga leiki gegn Albaníu og Tyrklandi, í undankeppni EM.
Taki Ísland sex stig í þessum tveimur leikjum er staðan góð fyrir komandi átök.
Tyrkir eru með sex stig eftir tvo leiki en Ísland hefur þrjú, eftir sigur á Andorra í mars.
Alfreð Finnbogason er frá vegna meiðsla en Emil Hallfreðsson, snýr aftur. Hann er aftur mættur á fullt eftir erfið meiðsli.
Hamren velur 25 leikmenn í hópinn en það vekur athygli að Kolbeinn Sigþórsson framherji AIK var valinn í hópinn og er tekinn fram yfir menn á borð við Andra Rúnar Bjarnason.
Valið var nokkuð umdeilt og var að venju rætt það á samskiptamiðlinum Twitter. Hér má sjá brot af því besta.
Fortíðarþrá í landsliðsvalinu sem er að mörgu leiti skiljanleg. #góðarstundir
— Höddi Magg (@HoddiMagnusson) 31 May 2019
Gæti séð nokkrar bombur koma að vestan hérna á twitterinu eftir þetta landsliðsval.
— HrafnkellFreyr (@hrafnkellfreyr) 31 May 2019
2 þúsund miðar eftir á Albaníu leikinn
1500 miðar á TyrklandKoma svo, versla sér miða! Núna
— Hörður S Jónsson (@hoddi23) 31 May 2019
Í alvöru Erik Hamren? Þú ert rosalegur risk taker… Það verður enginn til að fylla upp í þetta landslið eftir EM2020
— Ásgeir Elvar (@AsgeirElvar) 31 May 2019
26 minutur spilaðar það er vist nóg fyrir að vera valinn í landsliðið??? #fotboltinet pic.twitter.com/frbWn5mwUm
— AronIngason (@AronSkuli7) 31 May 2019
Ég hef ekki spilað í 15 ár en er líklega í sama séns og Andri Rúnar #fótbolti
— Magnús Haukur (@Maggihodd) 31 May 2019