Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, mætti á blaðamannafund í dag fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar.
Tottenham spilar gegn Liverpool í Meistaradeildinni á morgun en úrslitaleikurinn fer fram í Madríd.
Pochettino fékk athyglisverða spurningu á fundinum í dag þar sem blaðamaður spurði hann út í hvort hann væri búinn að léttast.
Pochettino skildi ekkert í þessari spurningu og stóð upp í kjölfarið til að sýna líkamann betur.
Argentínumaðurinn sagðist svo bara vera alveg eins og hann var áður og neitar því að hann sé búinn að léttast.
Pochettino responds brilliantly when asked if he’s lost weight pic.twitter.com/IzXnK7xb69
— The Sun Football ⚽ (@TheSunFootball) 31 May 2019