Fjölmiðlamaðurinn Helgi Seljan Jóhannsson birti skemmtilegt myndband á Twitter-síðu sína í kvöld.
Helgi sá leik Leiknis R. og Víkings Ó. í Inkasso-deildinni í kvöld en Leiknir vann 2-0 sigur.
Þegar liðið var á leikinn ákvað boltastrákur á vellinum að tefja leik aðeins þegar Víkingar fengu innkast.
Þessi ungi strákur henti boltanum inn á völlinn þegar leikmaður Víkings reyndi að ná til hans.
,,Geggjaður!“ skrifaði Helgi við myndbandið en Gunnar Sigurðarson, einn helsti stuðningsmaður Víkings var ekki of hrifinn.
,,Í langt agabann með króa #uppeldið,“ skrifar Gunnar við færslu Helga.
Þetta má sjá hér.
Geggjaður! #inkassodeildin #fotboltinet #leiknir #boltasækir #balldasækir pic.twitter.com/tObDoijZp6
— Helgi Seljan Jóhannsson (@helgiseljan) 31 May 2019