Neymar, leikmaður brasilíska landsliðsins, hefur átt betri mánuði en hann hefur komist í fréttirnar fyrir neikvæða hluti.
Það má helst nefna hegðun Neymar eftir úrslitaleik franska bikarsins er hann sló stuðningsmann Rennes í andlitið.
Svo á dögunum var það staðfest að Neymar myndi ekki fá fyrirliðaband landsliðsins í Copa America keppninni.
Nú er annað myndband af Neymar að gera allt vitlaust þar sem má sjá hann haga sér barnalega á æfingu.
Ungur leikmaður Brasilíu klobbaði stórstjörnuna á æfingu en var í kjölfarið rifinn niður í jörðina og fékk enga afsökunarbeiðni.
Sjón er sögu ríkari.
Absolute headloss from #Neymar here!?pic.twitter.com/6YLfRxFpKP
— talkSPORTDrive (@talkSPORTDrive) 30 May 2019