Eden Hazard, leikmaður Chelsea, er að ganga í raðir spænska stórliðsins Real Madrid.
Hazard hefur sjálfur staðfest það að hann sé að semja við liðið en félögin tvö eiga eftir að komast að samkomulagi.
Belginn greindi frá því eftir 4-1 sigur á Arsenal í úrslitaleik Evrópudeildarinnar að það hafi verið hans síðasti leikur.
Í dag birtust svo myndir af Hazard þar sem má sjá hann halda á treyju Real Madrid á Spáni.
Mirror náði myndum af Hazard með stuðningsmanni Real þar sem má sjá hann lyfta treyju spænsku risanna.