fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
433Sport

Heiðarlegur Freyr segir að þessi ákvörðun sé ekki í lagi: ,,Annað hvort að tengja föstudag og laugardag eða byrja snemma“

Victor Pálsson
Föstudaginn 31. maí 2019 20:00

Freyr Alexandersson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari landsliðsins, ræddi komandi landsliðsverkefni í ítarlegu viðtali við 433.is í dag.

Íslenski landsliðshópurinn var tilkynntur á blaðamannafundi fyrir leiki gegn Albaníu og Tyrklandi í undankeppni EM í næsta mánuði.

Ísland þarf helst á sex stigum að halda úr leikjunum enda er verkefnið hér heima þar sem strákarnir eru vanalega mjög öflugir.

Við spurðum Frey fyrst út í þá ákvörðun að velja 25 menn í hópinn að þessu sinni.

Freyr segir það mikilvægt að vera með næga breidd enda eiga leikmenn það til að meiðast í landsliðsverkefnum.

,,Ég held að það sé bæði útaf spiltímanum og svo hefur verið hnjask á nokkrum leikmönnum,“ sagði Freyr.

,,Svo er það hitt að okkar reynsla með hópinn er að við erum að lenda í því í hverju verkefni að menn séu að meiðast. Þetta hefur verið meiðsla period út í eitt.“

,,Að vera með 25 þá getum við verið með hópinn allan tímann sem á að geta brugðist við þessum tveimur leikjum og við getum haft eðlilegar æfingar. Þetta eru taktískar æfingar og við þurfum ákveðinn fjölda af leikmönnum til að geta framkvæmt það á góðan hátt. Þetta er bara þannig verkefni að það má ekkert bregða útaf.“

,,Við höfum verið tíu frá okkur og tveir frá 21 árs liðinu, Sveinn Aron og Patrik. Æfingarnar hafa verið góðar, aðallega fitness æfingar með bolta. Við höfum komið mönnum af stað og þeir eru í mjög fínu starfi.“

,,Leikmenn eins og Sverrir, Kári og Birkir Bjarna, við erum með tækin til að mæla þá currently. Þeir eru á fínum stað og hafa hugsað vel um sig. Það er gott að geta keyrt þá svolítið út þessa viku fyrir taktísku æfingarnar.“

Kolbeinn Sigþórsson var valinn í hópinn sem kom mörgum á óvart en hann er samningsbundinn AIK í Svíþjóð.

Þar hefur Kolbeinn aðeins spilað 25 mínútur á tímabilinu en meiðsli og annað hafa komið í veg fyrir frekari þáttöku. Freyr segir að það sé eðlilegt að fólk velti þessu fyrir sér en segir að ákvörðunin sé Erik Hamren sem veit það að áhættan er til staðar.

,,Í fyrsta lagi er eðlilegt að það sé umræða og fólk hafi skoðun, þetta er íslenska landsliðið sko.“

,,Eins og þú nefnir Andra Rúnar og fleiri, það eru fleiri en hann sem eru að spila vel og það er jákvætt. Þeir hafa ýtt við kallinum og vakið athygli hans en hvað þurfa þeir að gera? Kolbeinn Sigþórsson er sérstakur leikmaður með sérstaka ferilskrá.“

,,Hann er með eiginleika sem enginn af hinum hefur. Með fullri virðingu fyrir þeim, Kolbeinn er með eiginleika sem fæstir aðrir íslenskir fótboltamenn hafa. Það er það sem Erik fyrst og fremst horfir í.“

,,Eins og hann sagði sjálfur þá er hann að taka áhættu og vill gera það. Hann er bara þannig karakter að hann er til í að taka þessa áhættu með þá trú að Kolbeinn geti komið með sína hæfileika inn í verkefnið og gefið okkur það sem þarf.“

,,Auðvitað er langt síðan við höfum séð hann í Kolbein Sigþórsson standinu sem var 2016. Ég held að við öll óskum þess að hann geti sýnt það núna, sérstaklega í ljósi þess að Alfreð og Björn Bergmann eru meiddir. Svo þarf ekkert að vera að Kolbeinn fái mínútur, það eru 25 leikmenn í hópnum.“

,,Það kemur bara í ljós en við erum með hann til taks. Við erum með þennan eiginleika í hópnum sem gæti hentað á ákveðnum tímum í leikjunum, það er það sem við horfum í. Með fullri virðingu fyrir öllum hinum leikmönnunum sem við hugsum um. Enginn af þeim hefur þann eiginleika að geta spilað í því hlutverki sem er ætlað Kolbeini í verkefninu.“

Það eru kannski margir sem búast við því að Ísland vinni fyrri leikinn auðveldlega sem er gegn Albaníu.

Freyr segir að fólk verði þó að átta sig á því að Albanía sé með gott lið. Það er þó mikilvægt fyrir strákana að taka allavegana fjögur stig úr þessu verkefni.

,,Það er kannski hættulegra út á við, væntingarstjórnun. Albanía er ekki með þessa sögu eins og aðrar þjóðir og fólk finnst að Ísland eigi bara að vinna Albaníu. Þetta er ekki alveg svo einfalt.“

,,Þetta verður tight leikur, hann vinnst örugglega á einu marki. Þeir eru mjög gott lið en ef við ætlum að koma okkur á EM þá þurfum við helst sex stig úr þessu verkefni til að komast í stjórnunarstöðu í riðlinum. Fjögur stig eru allt í lagi, þá erum við enn in the mix þegar sex leikir eru eftir.“

,,Minna en fjögur stig þá erum við farnir að elta. Það er ekkert útilokað í þessu en það er erfið staða að vera í.“

,,Þetta er svo stutt mót að ef við töpum gegn Tyrkjum þá erum við farnir að elta þá. Þess vegna segi ég fjögur stig, þar jafntefli. Auðvitað hugsum við bara um einn leik í einu en þetta er svo ofboðslega stutt og við verðum svo að vonast eftir úrslitum annars staðar. Við viljum ekki vera í þeirri stöðu.“

Það er enn ekki uppselt á leikina á Laugardalsvelli sem er heldur óvenjulegt enda er fólk yfirleitt mjög fljótt að kaupa miða.

Freyr skilur það að það sé ekki eins mikil stemning yfir landsliðinu í dag en býst þó sterklega við því að völlurinn verði fullur á leikdegi.

,,Þetta er bara þannig að íslenska þjóðin er svona, hún fylgir bylgjunum. Það hafa verið neikvæð úrslit í langan tíma og meira neikvætt tal en jákvætt.“

,,Það er okkar að mæta á völlinn og sýna þetta stolt og þessa ástríðu fyrir Ísland sem kveikir í fólkinu. Ef við spilum okkar leik sem liðsheild og fólkið með okkur í því þá elskar fólkið að vera þarna.“

,,Ég verð að vera alveg heiðarlegur með það að það kæmi mér stórkostlega á óvart ef það yrði ekki fullur völlur en hversu fljótt það gerist er það óvænta í þessu. Við þurfum bara á því að halda að það verði þessi gryfja í júní.“

,,Þegar maður talar við strákana og maður hefur upplifað það sjálfur, manni finnst júní leikirnir heima vera skemmtilegustu leikirnir, vopn fyrir okkur.“

,,Það voru allir með. Stuðningsmenn, fjölmiðlar og starfsmenn. Við þurfum að búa til þetta momentum sem er mikilvægt. Þetta gæti verið skriðan sem ýtir okkur af stað.“

Að lokum spurðum við Frey út í leiktímann en Ísland hefur leik gegn Albaníu klukkan 13:00 á laugardegi sem er ansi sérstakt.

Freyr viðurkennir að hann sé ekki of hress með settan leiktíma en treystir þó á það að stemningin verði í lagi.

,,Ég er ekkert ánægður með hann. Ég er alveg heiðarlegur og auðvitað á ég að segja að allt sé í lagi, það er ekki þannig. Þetta er júní leikur og ég hefði viljað hafa hann seinna um kvöldið. UEFA setur okkur í þetta slott og við þurfum að díla við það. Ég verð bara að treysta því að fólkið nái að gíra sig hressilega upp. Annað hvort tengi föstudag og laugardag eða byrji bara snemma á laugardeginum og svo mætum við bara fersk hérna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“
433Sport
Í gær

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum