Erik Hamren hefur valið hóp sinn fyrir afar mikilvæga leiki gegn Albaníu og Tyrklandi, í undankeppni EM.
Taki Íslands, sex stig í þessum tveimur leikjum er staðan góð fyrir komandi átök.
Fyrir síðasta verkefni tilkynnti Erik Hamren að Hannes Þór Halldórsson væri hans fyrsti kostur í markið, fyrir þetta verkefni vill hann ekki gera það.
Ögmundur Kristinsson og Rúnar Alex Rúnarsson eru einnig í hópnum, báðir hafa spilað vel erlendis. Hannes kom heim í Val á dögunum.
,,Ég sagði það þá, ég taldi það mikilvægt,“ sagði Hamren þegar hann var spurður um hver væri fyrsti kostur í markið.
,,Ég tel mig ekki þurfa að segja það núna, þú sérð það næsta laugardag,“ sagði Hamren og átti þar við leikinn við Albaníu.