Kolbeinn Sigþórsson, leikmaður AIK í Svíþjóð, var óvænt valinn í íslenska landsliðshópinn í dag.
Kolbeinn hefur lítið spilað undanfarin ár en hann hefur aðeins komið við sögu í einum leik hjá AIK á tímabilinu.
Framherjinn hefur verið að jafna sig af meiðslum síðustu vikur en er nú orðinn klár í slaginn á ný.
Það er töluverð áhætta að velja Kolbein í hópinn og viðurkennir landsliðsþjálfarinn Erik Hamren það.
,,Hann er í lagi núna, ég veit ekki hvort hann spili með AIK á morgun. Þetta er áhætta sem við tökum. Fótbolti og lífið væri leiðinlegt án áhættu,“ sagði Hamren.
,,Þetta eru leikmennirnir sem ég trúi á að sé bestir, ég virði skoðanir annarra. Ég verð að velja eftir minni sannfæringu. Þetta er áhætta.“