Erik Hamren, landsliðsþjálfari karlalandsliðsins, talaði á blaðamannafundi í dag fyrir leiki gegn Albaníu og Tyrklandi.
Ísland spilar við Albaníu laugardaginn 8. júní næstkomandi og svo Tyrkland þremur dögum síðar.
Báðir leikir eru á Laugardalsvelli en það eru 2,000 miðar eftir á leikinn gegn Albaníu og 1,500 á leikinn gegn Tyrklandi.
Hamren sendi stuðningsmönnum Íslands ástríðufull skilaboð í dag fyrir komandi verkefni.
,,Við þurfum stuðning, fyllum völlinn. Saman getum við þetta, stöndum með þessu liði,“ sagði Hamren.
,,Stöndum upp fyrir Ísland. Það er mikilvægt fyrir okkur, okkar markmið eru sex stig.“
,,Ég ber virðingu fyrir Albaníu og Tyrklandi, þar eru margir góðir leikmenn. Ég á von á tveimur erfiðum leikjum en við eltum þessi sex stig.“