Guðmundur Þórarinsson gerir það gott þessa dagana en þessi 27 ára gamli leikmaður er á mála hjá Norrkoping í Svíþjóð.
Gummi Tóta eins og hann er kallaður hefur leikið í atvinnumennsku undanfarin sex ár en hann samdi fyrst við Sarpsborg í Noregi.
Síðar hefur miðjumaðurinn komið við sögu hjá FC Nordsjælland í Danmörku, Rosenborg í Noregi og nú síðast Norrkoping.
Það eru ekki allir sem vita það að Gummi er einnig öflugur söngvari en bróðir hans er Ingólfur Þórarinsson eða Ingó Veðurguð.
Þeir bræður ákváðu að gefa út lag í gær sem ber nafnið Sumargleðin og með þeim í laginu er tónlistarmaður sem kallar sig Doctor Victor.
Lagið hentar góða veðrinu sem við fáum þessa dagana mjög vel en við leyfum nú lesendum að dæma fyrir sig.