Harry Redknapp, fyrrum stjóri Tottenham, mun sjá liðið spila gegn Liverpool á morgun.
Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar fer fram í Madríd, síðasta verkefni leikmanna áður en þeir fara í sumarfrí.
Redknapp telur að allt geti gerst í leik morgundagsins fyrir utan eitt, að hann endi með markalasu jafntefli.
,,Bæði lið eru mjög öflug þegar kemur að því að sækja svo þú sérð alls ekki fyrir þér markalaust jafntefli,“ sagði Redknapp.
,,Það kæmi gríðarlega mikið á óvart ef það koma engin mörk í leiknum. Báðar framlínur eru svo góðar.“
,,Ég veit samt ekki hvernig Tottenham mun tilla upp og hvort Harry Kane geti spilað.“